Skírnir - 01.04.1990, Side 174
168
STEFÁN OG ÞÓRÓLFUR
SKÍRNIR
háskóla á hugmynd sinni um miðaldaháskóla og virðist telja sig geta
leitt af þeirri hugmynd meginreglur sem henta stjórnsýslu nútímahá-
skóla!
Nú er alls ekki um það að ræða að Halldór sé einn um að leita al-
gildrar þekkingar í almennum hugtökum. Heimspekingar allt frá Plat-
óni til Husserls hafa, eins og Halldór, spurt um „eðli“ hlutanna, um
ástina, réttlætið, fegurðina, dyggðina, svo dæmi séu tekin. Munurinn er
aðeins sá, að bæði Platón og Husserl gættu þess ávallt að fjalla um dæmi
úr raunveruleikanum í heimspekilegri greiningu sinni. Þeir freistuðu
þess að uppgötva hið óbreytanlega, eða hinn sameiginlega kjarna fyrir-
bæranna, með því að taka fjölda ólíkra dæma og skoða þau í ólíku sam-
hengi. Þannig hefði Husserl talið nauðsynlegt að taka til athugunar
flestar gerðir háskóla, bæði miðaldaháskóla og nútímaháskóla til að
greina merkingu háskólahugtaksins. Reyndar hefði Husserl gert ráð
fyrir þeim möguleika, að háskólar hefðu alls ekkert eðli, þ.e.a.s. að þeir
væru aðeins það sem ákveðið væri að þeir ættu að vera.
Alla raunverulega greiningu á meginhlutverkum nútímaháskóla
vantar í umræðu Halldórs. Ef til vill má segja að umfjöllun kennslu-
stjóra um háskólasamfélagið minni einna helst á skrif Karls Marx í þeim
skilningi að mynd sú, sem hann dregur upp af hinu fullkomna háskóla-
samfélagi, líkist mjög fyrirmyndarríki Marx eins og því er lýst í Þýsku
hugmyndafrœðinni. Háskólasamfélag kennslustjóra er staðleysa eins og
fyrirmyndarríki Marx, óháð tíma og rúmi. Þar er lítil sérhæfing og
engin átök um peninga og völd. Lögmál skortsins gildir ekki, og mönn-
um er úthlutað gæðum eftir þörfum hvers og eins. Staðleysa Halldórs,
þar sem kennslustjóri stjórnar kennslu og hefur umsjón með daglegum
rekstri, og prófessorar, sem hafa allt til alls, stunda fræði sín í algerri
einangrun frá umheiminum, er ef til vill heillandi mynd í augum
margra, en afar óraunsæ nú í lok 20. aldar. Því viðhorfi að stjórnsýsla
sé ekki vandamál, ef menn aðeins átti sig á hinu sanna hlutverki háskóla,
má líkja við þá trú gamalla marxista að í framtíðarsamfélagi kommún-
ismans sé ekki þörf fyrir ríkisapparat. Hins vegar er flestum ljóst í dag
að í sérhverju samfélagi þarf að skipuleggja valdið, bæði ákvörðunar-
vald og framkvæmdavald.
Annað sem einkennir vinnubrögð kennslustjóra er að hann gerir
vinnubrögð stjórnsýslunefndar tortryggilegar og rangfærir tillögur