Skírnir - 01.04.1990, Page 176
170
STEFÁN OG ÞÓRÓLFUR
SKÍRNIR
sem minnir um margt á fyrirmyndarríki Karls Marx. Helsti munurinn
er sá að í fyrirmyndar háskólasamfélagi kennslustjóra stjórnar kennslu-
stjóri og hefur umsjón með daglegum rekstri skólans ásamt rektor og
háskólaritara, en í fyrirmyndarríki Marx var ekki þörf fyrir neina slíka
embættismenn.
Vangaveltur um það hvort háskólar séu samfélög, stofnanir eða
fyrirtæki leysa engin vandamál. Það má vel rökstyðja, að háskólar séu
sérstök tegund samfélaga, en einnig má rökstyðja að stofnanir og
fyrirtæki séu líka samfélög af ákveðinni tegund. Nútímaháskólar eru í
reynd allt í senn: samfélög, stofnanir og fyrirtæki. Deilur um það hvort
Háskólinn sé í raun samfélag, stofnun eða fyrirtæki eru að okkar mati
ekki frjóar í þeim skilningi að þær leiði til einhverrar endanlegrar
niðurstöðu eða áþreifanlegra umbóta í starfi skólans. I þessu sambandi
koma upp í hugann orð sem Sigurður Líndal lét falla er þessi mál bar
á góma í háskólaráði. Sigurður benti á að í meira en þúsund ár hefðu
staðið um það deilur innan kaþólsku kirkjunnar hvort hún væri sam-
félag, stofnun eða fyrirtæki. Ekki er þeim sem þetta rita kunnugt um
lyktir þessara deilna eða hvort þær hafa leitt til nokkurrar endanlegrar
niðurstöðu.
Þegar menn standa frammi fyrir því viðfangsefni að gera tillögur um
skipulag stjórnsýslu Háskólans verða þeir fyrr eða síðar að svara
áþreifanlegum spurningum um það hvort færa eigi verkefni frá sam-
eiginlegri stjórnsýslu til deilda, hvernig skipta eigi stjórnunarverkefnum
milli kennara og sérráðins stjórnsýslufólks, hvort auka eigi eða minnka
völd tiltekinna einstaklinga í stjórnsýslu o.s.frv. Þannig kaus stjórn-
sýslunefnd t.d. að leggja til að dregið yrði verulega úr áhrifum kennslu-
stjóra frá því sem nú er. Hún taldi ekki eðlilegt, að kennslustjóri væri
á nokkurn hátt yfirmaður deildarskrifstofa eða hefði yfirumsjón með
daglegum rekstri Háskóla íslands, eins og gert er ráð fyrir í núgildandi
lögum. Þetta er gert í anda hinna almennu markmiða að tryggja beri
völd kennara á kostnað stjórnsýslu, flytja vald frá sameinlegri stjórn-
sýslu til deilda, auka valddreifingu og dreifa ábyrgð.
Almenn umræða um skipulag og markmið Háskóla Islands er
nauðsynleg. Ekki síst nú í ljósi þeirra breytinga, sem ganga yfir
vestræna háskóla, en margt orkar þar vissulega tvímælis. Við þetta
bætist svo, að hér á Islandi virðast verulegar breytingar í vændum á