Skírnir - 01.04.1990, Page 180
174
GUNNAR KARLSSON
SKÍRNIR
aðra. Við ættum að geta notað söguna til að kenna okkur að meta og
virða aðra tilveruhætti en okkar eigin.
Oll fæðumst við inn í eitthvert ákveðið umhverfi og lærum flest að
líta á það sem hið eina eðlilega. Ég var til dæmis einu sinni sannfærður
um að það eitt væri eðlilegt í tilverunni að búa í sveit, fylgja Fram-
sóknarflokknum, tilheyra lúthersku þjóðkirkjunni og vera karlkyns.
Ekki að þetta væri neitt sérstaklega gott eða göfugt, það var bara það
eina sem kom almennilega til mála, og ég held að ég hafi verið svolítið
undrandi yfir því um skeið að ég skyldi einmitt fæðast inn í þetta eina
umhverfi sem væri hvorki vitlaust né ósiðlegt. Saga ætti að vera allra
fræða best fallin til að hjálpa okkur út úr þessari sjálfumglöðu þröng-
sýni og kenna okkur að sjá eigin tilveru utan frá sem eina af ótal-
mörgum hugsanlegum og raunverulegum tilverum heimsins bæði í
rúmi og tíma.
Við skulum staldra aðeins við þetta, að ólíkir tilveruhættir,
„anderledeshed", eins og Danir segja með orði sem er óviðjafnanlegt á
íslensku, eru til bæði í rúmi og tíma. Við höfum tvær fræðigreinar sem
fjalla að mestu leyti og í grófum dráttum hvor um sína vídd: Mannfræði
segir okkur einkum frá annarleika í rúmi; uppáhaldsviðfangsefni
hennar eru ólík samfélög fólks á eða nálægt okkar tímum - þó að
vissulega eigi mannfræðingar til að fara að grúska í Islendingasögum og
Grágás. Saga fjallar hins vegar sérstaklega um framandi tíma, um fólk
sem hefur innréttað líf sitt öðruvísi en við af því að það var uppi á
öðrum tímum. Mannfræði og saga geta örugglega unnið saman að sama
markmiði. Kannski þarf menning okkar einmitt að fjalla um annarleika
bæði í rúmi og tíma til þess að um hann sé hugsað af þeirri virðingu sem
ég er að gera kröfu til hér. Einhliða áhersla á að lífið hafi verið öðruvísi,
oftast einfaldara og frumstæðara, í gamla daga getur skapað einfeldnis-
lega framfarahyggju og nútímahroka. Einhliða áhersla á að fólk lifi
öðruvísi í öðrum löndum getur ræktað þá hugmynd að þar lifi fólk bara
öðruvísi af því að það sé dökkt á hörund og heimskt að eðlisfari eða búi
við svo hlýtt loftslag að það verði skrýtið í kollinum. Ég held að það
skipti miklu máli fyrir evrópskt nútímafólk að hugsa út í að forfeður
þess og formæður, fólk með nákvæmlega okkar eigin erfðavísa, hélt
þræla og fannst það sjálfsagt - eða var kannski þrælar sjálft. Það bar
út börn og leit á það sem dáð að drepa fólk án dóms og laga. Það