Skírnir - 01.04.1990, Page 182
176
GUNNAR KARLSSON
SKlRNIR
Ég er ekki að tala um söguna sem safn af dæmum til að taka sér til
fyrirmyndar. Hugsum okkur til dæmis þjóðfélag þar sem karlmenn
fara með öll völd og konur eru mönnum sínum undirgefnar. Sagnfræð-
ingur eða mannfræðingur í þessu þjóðfélagi kemst í heimildir um
þjóðfélag sem konur stýra. Hann skrifar um það bók sem allir lesa í
karlveldisþjóðfélagi hans. Ég held að sá lestur væri lærdómsríkur, ekki
einkum af því að hann gæfi fólki hugmynd um að fela konum stjórnina
í þjóðfélagi sínu, heldur af því að fólk fengi hugmynd um að það væri
hægt að starfrækja þjóðfélag án þess að karlar stjórnuðu því einir.
Hugsum okkur líka að við læsum innblásna umræðu um nauðsyn þess
að fanga galdrafólk og refsa því sem grimmilegast. Sá lestur ætti að geta
vakið okkur til gagnrýninnar athugunar á refsingarháttum okkar
sjálfra: Höfum við boð og bönn sem gætu orkað svona fáránleg á annað
fólk?
Nú fengi fólk þessar hugmyndir nákvæmlega jafnt hvort sem sagan
af kvenveldinu og galdrapredikunin væru sannar eða spunnar upp frá
rótum. Sé það rétt hjá mér að saga sé í eðli sínu eins konar dæmasafn
um fjölbreytileika tilverunnar og eina verulega lærdómsgildi hennar sé
þessi fjölbreytileiki, þá leiðir af sjálfu að saga getur verið jafnlær-
dómsrík hvort sem hún er sönn eða ekki. Það er líka eins gott fyrir
okkur sagnfræðinga, því þegar sleppir einföldustu staðreyndum um
einstaka atburði, þá framleiðum við lítið af efni sem er viðurkennt sem
satt svo mikið sem heilan mannsaldur. í sagnfræðiritum sem nú eru
orðin meira en hálfrar aldar gömul þykja flestar meiri háttar staðhæf-
ingar, þróunarlínur, orsakaskýringar, tímabilaskipti úrelt. Það væri
hroki af okkur nútímasagnfræðingum að halda að okkar verk eigi eftir
að endast betur. Ég hef ekki tóm til að fara út í það hér hvers eðlis sá
sannleikur er sem er bara sæmilega sannur fyrir eina kynslóð og svo
kannski aldrei meir. Hér er nóg að staðhæfa að algildan sannleika
framleiðir sagnfræði ekki nema á mjög lágu alhæfingarstigi, og hann
kalla sagnfræðingar sjálfir efnivið sinn frekar en afurð. Þegar sagn-
fræðingar leggja sér þá skyldu á herðar að fara rétt með staðreyndir og
hafa það sem sannara reynist, þá er það bara leikregla, á borð við þá að
það er bannað að stíga á strik í parís eða grípa boltann í knattspyrnu.
Ef við hefðum ekki þessar leikreglur og settum ekkert í þeirra stað yrðu
þessir leikir ónýtir, en við getum eins fyrir því haft ágæta leiki aðra þar