Skírnir - 01.04.1990, Page 187
SKÍRNIR
HORFT UPP í HEIÐIÐ
181
reglulegri stuðlasetningu, en Stefán Hörður og hans líkar leita fínlegri leiða
til að binda saman orðin. Reyndar hefur Stefán í fyrstu bók sinni sýnt vald
sitt yfir hinum hefðbundna stíl og í þeirri síðustu má enn finna dæmi um
reglulega stuðlasetningu þar sem það á við:
Verður þér sungið
á vordögum næstum?
I viðlagi fornu
er varlega spurt.
En yfirleitt lætur skáldið sér nægja leyndari hljóðtengsl, eins og í upphafslínu
bókarinnar þar sen k- og 1-hljóð eru ráðandi:
Kylja leikur um síki. Flórgoði mjakar
Á þessum línum má raunar einnig sjá hve Stefán beitir hrynjandinni, þessum
frumþætti ljóðsins, af miklum næmleik og listfengi, þannig að lesandinn getur
heyrt ljóð hans á sama hátt og hann heyrir tónlist. Það á ekki síst við þar sem
hann endurtekur heilar setningar með auknum þunga í hringstefjustíl eins og
í kvæðinu „Yfir heiðan morgun" eða þá einungis einstök orð eins og loka-
orðin í áðurnefndu upphafskvæði, „Var“:
og hverfur.
Hverfur.
Hér, eins og víða annars staðar, er það þögnin sem fær mál. I staðinn skipar
myndmálið ekki eins stóran sess og hjá mörgum öðrum samtímaskáldum
okkar en er þó óvenju beitt og tært í síðustu bók Stefáns. Lýsingarorð eru
valin af mikilli nákvæmni og stundum þannig að þau mynda mótsögn við
meðfylgjandi nafnorð, á þann hátt sem fornmenn nefndu „oxymoron", svo
sem „friðlaus ró“, „gjöful heimþrá" eða „hæverskur ljómi“. Andstæðum er
einnig teflt fram á annan hátt, svo sem í kvæðinu „Hin eðalborna" sem hefst
á orðunum
Þessi fagra
samvera
hörku og mildi
- þar sem þær að lokum renna saman á tilkomumikinn hátt í síðasta orðinu:
»t‘gn“-
En listbrögð af þessu tagi miða vitaskuld að því að birta önnur og víðari
tengsl, eins og þau sem talin voru upp hér að ofan, og ber þar fyrst að nefna
tengsl manns og náttúru, sem oft hafa verið fyrirferðarmikil, einkum í róman-
tískum kveðskap þar sem þetta tvennt endurspeglast einatt hvort í öðru eða