Skírnir - 01.04.1990, Qupperneq 193
SKÍRNIR
SVART Á HVÍTU
187
og samþjöppun bæði orða og merkingar, en er umfram allt óformlegt. Einnig
er nokkuð um aðrar beygingar (sagnorða, nafnorða og fornafna) en valda-
stofnanir hefðarinnar og tungumálsins viðurkenna. Þannig má segja að mál-
snið svertingja sé talið „rangt“ mál og „ljótt“ en bókmenntir þeirra bera þess
auðvitað glögg merki að vera í andstöðu við þennan dóm hefðarveldisins og
jafnvel í öflugri uppreisn gegn honum.
Notkun slíks máls ljær verki blökkukonunnar raunsæilegan blæ en
auðveldar svertingjum um leið að finna í því eitthvað til að samsama sig við,
fullnægir að vissu marki þörf þeirra fyrir sjálfsmynd, vegna þess að svert-
ingjar voru numdir brott úr sínu kunnuglega umhverfi og settir niður í öðru,
á nýjum framandi stað sem þeim var aldrei ætlað að samlagast. Smám saman
týna síðan nýjar kynslóðir uppruna sínum og sambandið við nútíð og fortíð
verður allt í gegnum eitthvert horfið táknkerfi sem plokka þarf merkingu út
úr með mikilli fyrirhöfn (einsog segir í Ástkxrri, bls. 63). Samsömunargildið
kynni þannig að felast í því að þetta málsnið sé eins konar vísir að endur-
sköpuðum heimkynnum, eða „uppruna" blökkumanna.
Sögurnar sem hér verða athugaðar skiptast nokkuð í tvö horn hvað
frásagnarhátt og formgerð snertir. Að formgerð og innihaldi sýnir Ástkœr t.d.
glögg merki fjölhyggju („plúralisma") þarsem hefðbundnum og nýstárlegri
aðferðum er beitt jöfnum höndum. Hinar sögurnar tvær, Konurnar á
Brewster Place og Purpuraliturinn, eru hins vegar með nokkuð hefðbundnu
raunsæissniði og gefa konum að vissu leyti fyrirmyndir að samsama sig við.
Ástkar
Ástkær segir frá lífi svartra þræla beggja vegna Ohio-fljóts í Bandaríkjunum
á árunum í kringum þrælastríðið á síðustu öld. Þungamiðja sögunnar er Sethe
sem nítján ára gömul flýr úr ánauð árið 1855 með þrjú börn og ófrísk að því
þriðja, Denver, sem hún fæðir í lekum báti úti á Ohio-fljóti á flóttanum. 18
árum síðar (1873) fær hún tvo óvænta gesti úr fortíðinni, þau Paul D og
Ástkæra, sem bæði tengjast flóttanum og vekja upp löngu slævðar minningar
Sethe frá þeim tíma. Paul D var þræll með Sethe á Sælustað og flúði á sama
tíma og hún en náðist og var færður í fangelsi; honum tókst síðar að flýja með
því að synda í gegnum eðjukenndan jarðveginn undir fangelsinu. Ástkær er
hins vegar dóttir Sethe sem deyddi hana tíu mánaða gamla til að hindra
„eiganda" þeirra í að endurheimta hana eftir flóttann. Viðfangsefni sögunnar
er síðan samskipti Sethe og Denverar við þessa gesti og minningarnar sem
þeir bera með sér.
Lykilatburður sögunnar er flóttinn, aðdragandi hans og eftirmáli. Það ferli
allt er afhjúpað smám saman í gegnum margar persónur, Sethe, Paul D,
Denver (með minningum hennar um frásagnir Sethe), Stamp Paid og fleiri.
Sögum þeirra ber ekki öllum saman, m.a. af því að vitneskja þeirra er mismikil
um afdrif þrælanna og sögu þeirra. Allar varpa þær þó skýru ljósi á stöðu
svartra, útskúfun þeirra og smán. Miðdepill flóttans er t.d örvænting Sethe og
niðurlæging þegar eigandinn reynir að endurheimta eign sína, Sethe, en