Skírnir - 01.04.1990, Síða 199
SKÍRNIR
SVART Á HVÍTU
193
vörðurinn sem jafnframt er róni og býr í kjallaranum. Hér er leitast við að
gefa sannferðuga mynd af daglegu lífi kvenna, jafnt kvenna almennt sem
þessara sjö kvenna sérstaklega. Um leið og reynt er að lýsa dæmigerðum
aðstæðum kvenna eru sýnd gagnkvæm áhrif kvennanna og samfélagsins,
bæði innan Brewster Place og utan. Tungumálið er hefðbundið og byggist
miðlun þess fyrst og fremst á viðteknum merkingarmiðum en ekki hljómi,
leik eða öðrum ljóðrænum eiginleikum.
Þótt konurnar í sögunni eigi sér mjög ólíka fortíð hafa þær allar verið
bældar og kúgaðar í æsku til að gegna þeim kvenhlutverkum sem samfélagið
réttir að þeim. Allar heyja þær harða lífsbaráttu í heimi sem aðrir stjórna og
ráðskast með, þær eru lokaðar af í heimi sem stundum er kallaður reynslu-
heimur kvenna: heimilishald, barnauppeldi, tíðahringur, æxlun. Einni,
lesbíunni Lorraine, er nauðgað svo hrottalega að hún deyr en neytir ýtrustu
krafta til að drepa það eina sem henni tókst að elska. Onnur, Mattí, elskaði
son sinn svo mikið að hún glataði honum og næstum því sjálfri sér einnig, en
tókst að rísa upp og ríkir einhvern veginn yfir eða ofar lífinu í Brewster Place.
Hún er einskonar Guð sem hinar konurnar geta leitað til í nauðum sínum,
einkum undan barsmíðum og sjálfsfórn. Sögurnar sjö fléttast nokkuð saman
og tengist saga Mattíar þeim flestum.
Bæði efni og frásagnarháttur gefa sögunni þannig raunsæilegt yfirbragð.
Þetta er rammasaga þar sem undirtitillinn A Novel in Seven Stories (sem er
sleppt í þýðingunni) vísar í „meginmál“ verksins, þ.e. sögur af sjö konum.
Þessar sögur eru rammaðar inn af tveim stuttum köflum: annars vegar
upphafskaflanum sem er hlutlæg lýsing á tilurð húsanna í Brewster Place og
hins vegar lokakaflanum sem er huglæg og ljóðræn stemmning um endalok
staðarins. í meginsögunni er hlutlægnin oftast ráðandi: sögumaður segir frá
í þriðju persónu og læst vera hlutlaus áhorfandi en sýnir okkur þó stundum
í hug persóna, lætur jafnvel alla hlutlægni fyrir róða og talar frá eigin brjósti.
Það sem kallað hefur verið kvenleg tímaupplifun - þ.e. að tíminn sé ekki
bara bein lína með nokkrum vörðum heldur einnig hringir og spíralar - setur
nokkurn svip á söguna og vinnur að vissu leyti gegn raunsæilegum
frásagnarhætti hennar. Eyrsta sagan, „Mattí Michael", segir þannig frá Mattí
sem ungri konu, u.þ.b. þrjátíu árum áður en Brewster Place varð til, og fylgir
henni þartil hún flytur á Brewster Place, en inn á milli koma innskot um
lærdóma sem Mattí hefur dregið af atburðum eftir á, eða samanburður við
eitthvað sem gerist löngu síðar. Þótt lesandanum sé ávallt gert viðvart um slík
hlaup þá líður tíminn ekki einungis beint af augum heldur einnig með þeim
hætti að hægt er að hafa auga á mörgum tímasviðum í einu, frá eins konar
guðlegum sjónarhóli. Stundum virðist sögumaður taka sér stöðu á slíkum
hóli þegar hann skýtur inn athugasemdum frá eigin brjósti og alhæfir einsog
hér t.d.:
Stundum er vinátta fólgin í þeirri list að skynja til hlítar að allt hefur
sinn tíma. Tími er til að þegja. Tími er til að tala [. . .] (80)