Skírnir - 01.04.1990, Qupperneq 205
SKÍRNIR
SVART Á HVÍTU
199
„þú“ (t.d. bls. 28 og 61). Það hefur raunar færst í vöxt að nota „þú“ í stað
„maður“ í íslensku talmáli, en það er fyrir bein áhrif frá ensku og þykir ýms-
um ljótt. Enn er það ekki talin góð íslenska, er enn ekki viðurkennt mál12 og
með þessu gengur þýðandinn gegn straumi frumtextans þarsem „you“ er
fullkomlega eðlilegt og viðurkennt talmál á enskri tungu. Þótt hér gæti virst
sem hann hefði tekið stefnuna á formlegt jafngildi, þá er þetta í reynd aðeins
villa (af gáleysi eða fljótfærni) því að hugmyndin um formlegt jafngildi gerir
ekki beinlínis ráð fyrir málvillum eða því sem er almennt talið ósmekklegt
ef slíku er ekki að dreifa í frumtexta, þótt slíkt jafngildi krefjist þess auðvit-
að stundum að þýðingarmálið sé sveigt undir frumtextann og blæbrigði hans.
I Konunum á Brewster Place hefur þýðandinn einnig af- eða misráðið að
fága málið á texta sínum, einsog þéringar eru gott dæmi um. Nú á tímum
þegar þéringar eru því sem næst aflagðar á íslensku verða þær jafnvel
annarlegar í munni svertingja. Fágunin birtist einnig í upphöfnu máli einsog
þegar „I see we’re all set“ (123)13 er þýtt „mér sýnist allir vera ferðbúnir“
(135), eða þegar „the woman was startled" (108) verður að „konunni rann til
rifja“ (120) (þótt vandséð sé hvernig það getur merkt „startled"!). Til
svipaðrar málfegrunar hljóta enn fremur ýmis sjaldhafnaryrði að teljast, orð
einsog „gumpur“ (18) yfir „ass“ (13), „skáldaður“ (20, sbr. hér á eftir) fyrir
„battered“ (7) eða Biblíuvísunin sem orðið „vistarvera" (50) kveikir auk þess
sem það er mun formlegra en „room“ (43).
í verkinu fer þó fram allskörp umræða um tungumál og orð, hlutverk
þeirra og eðli. Fljótlega er tungumálið gert að hafi sem aðskilur fólk en getur
um leið drekkt því, sogað fólk svo til sín að það missi ráð og rænu, á sama hátt
og samsömunin gerir t.d. þegar Mattí horfist óvænt í augu við væntanlegan
barnsföður sinn:
og Mattí vissi varla fyrri til en sjáöldur hans fleyttu henni óralangt
burt á brúnu hafi, þar sem orðin, ströndin og akkerið, urðu fáránlegt
þvogl á framandi tungu. (24)
Myndmáli smæðarinnar og samsömuninni við augasteininn, óskiljanleika
tungumálsins en um leið hlutverki þess sem haldreipis; öllu er þessu vel til
haga haldið hér á myndríku og safamiklu máli. Samleikur augna og orðahafs
magnast einnig skemmtilega við ljóðrænt og jafnvel módernískt samspil
orðanna „sjár“ og „alda“ í orðinu fyrir augasteina: „sjáöldur". Þegar frum-
textinn er skoðaður sést hve glæsileg þessi lausn er:
and Mattie found herself floating far away in the brown sea of his
irises, where the words, shoreline and anchor, became like gibberish
in some foreign tongue. (18)
12 Sbr. t.d. Heimi Pálsson og Höskuld Þráinsson: Umþýðingajf Iðunn, Rvík 1988, bls.
50-51.
13 Gloria Naylor: The Women of Brewster Place: A Novel in Seven Stories, Viking
Press, New York 1982. Hér er stuðst við útgáfu Penguin, New York 1983.