Skírnir - 01.04.1990, Síða 210
204
GARÐAR BALDVINSSON
SKÍRNIR
Þegar Ástkær aftur á móti birtist fyrst í sinni sögu einsog goðkynjuð vera
eða huldukona („Fullklædd kona steig upp úr vatninu" (53)) er lögð mikil
áhersla á það í frumtexta hve ný hún er með því að nota ávallt orðið „new“,
um húð hennar, fætur og hendur. í þýðingunni færist áherslan hins vegar yfir
á það að hún hafi aldrei unnið eða stritað, með því að þar er ýmist notað
„ferskur" (53), „ólúinn" (59) eða „óslitinn“ (54 og 56). Þetta ósamræmi
brýtur upp myndina af Ástkærri sem ævintýraveru og gerir hana að
hefðarkonu, þ.e. færir hana af plani furðunnar, hins óraunverulega, og niður
á plan hversdagsins, hins venjulega. Sem kann að vera ástæða þess að hatti
hennar er lýst með allt öðrum hætti á íslensku en á frummálinu: „a rich
woman’s hat“ (51) verður „£e/ðítrkonuhattur“ (54; leturbr. GB). En þessi
mistök verða enn dapurlegri fyrir það hve bandarískar bókmenntir tefla
gjarnan saman hefðarfólki og ríku fólki sem andstæðum í menningarlegum
skilningi ekki síður en efnahagslegum, sem er greinilega mikilvægur þáttur í
þessari furðusögu af vofunni bláfátæku með hattinn af ríku konunni, þessari
ungu stúlku úr heimi dauðans sem ryðst inn í heim lifendanna líkt og persóna
úr bók.
Stundum virðist oftúlkun í þessum anda fara saman við vantrú á
lesandanum líkt og frumtextinn fari að mati þýðandans inn á svið sem eru
íslenskum lesendum svo framandi og fjarlæg að þeir skilji ekki samhengið.
Algengast er þetta í Konunum á Brewster Place, einkum þegar kemur að
duldum tilfinningum og hvötum ellegar samhengi sem annað hvort
menningin eða málið sjálft ættu að gera augljóst. Dæmi um þetta er þegar
önnur lesbíanna, Theresa, leitar, ef svo má segja, ásjár hjá himninum og frum-
textinn virðist kveikja nýrrar sögu:
She turned her head back toward the
evening sky, as if the answer to their
tangled lives lay in its dark face.
(167)
Hún sneri sér undan ogfór aftur að
horfa á kvöldhimininn eins og svara
við ótal spurningum um þá sam-
tvinnuðu flækju sem líf þeirra og
sambúð voru orðin væri að leita í
myrkum svip hans. (182; leturbr.
GB)
Einnig mætti nefna þegar Mattí hittir velgjörðarkonu sína, Fröken Evu, í
fyrsta sinn en þá segir um Mattí að hún „found herself talking about things
that she had buried within her“ (34). Hér er þagað um ástæður hennar eða
tilfinningar sem virðist knýja þýðandann til að fylla upp í eyðuna og segja:
[Mattí áttaði] sig allt í einu á því að hún var farin að tala um ýmislegt
sem hún hafði haftþörf fyrir að rœða, en bælt niður.“ (41, leturbr. GB)
Saman við slíkar ofskýringar blandast stundum þættir úr hefðbundnum
kveðskap íslenskum svo að texti þýðingarinnar verður að hálfgerðri