Skírnir - 01.04.1990, Síða 213
SKÍRNIR
SVART Á HVÍTU
207
Skröltandi flutningabíllinn skreið upp eftir Brewster Place eins og
risastór, grænn snigill. Við hliðina á honum ók skáldaður leigubíll sem
einnig ók varlega yfir svellin sem leyndust undir dagsgömlum
snjónum. Það fór að hríða aftur rétt í sama mund og þessi litla lest var
komin að efsta húsinu í röðinni. (12)
Þessi kunnuglegi hljómur verður jafnvel enn meira áberandi þegar kemur að
rímuðum kveðskap - sem er einmitt snar þáttur í íslenskri bókmenntahefð.
í bókinni koma fyrir nokkur ljóð (og brot úr ljóðum) sem þýðanda tekst
allajafna stórvel upp með. Gott dæmi er hending úr ljóðinu „Strange Fruit“
eftir Lewis Allan. Hér er öllu til haga haldið, því sem næst allt flyst yfir, rím
er á réttum stöðum, hrynjandi helst svipuð, línulengd svipuð og myndmálið
kemst mjög vel til skila þótt „hanga" sé helsti afhjúpandi fyrir „swing“. Satt
að segja minnir hendingin um sumt á íslenskan nútímakveðskap:
Southern trees bear strange fruit
Blood on the leaves and blood
at the root
Black bodies swinging
In the southern breeze
Strange fruit hanging
From the poplar trees (60)
Syðra hafa aldin trjánna undarlegt
mót,
er á laufi blóð og einnig blóð við
rót.
Biksvört lík sem hanga
í heitum blæ á grein
sem kynleg aldin anga
á asparrein. (69)
Vegna þess hve ljóðmál virðist eiga vel við þennan þýðanda er furðulegt að
ljóðið fremst í bókinni sem er eins konar einkunnarorð verksins skuli ekki
vera þýtt. Ekki síst fyrir það að höfundurinn, Langston Hughes, er meðal
þekktustu og virtustu ljóðskálda í röðum bandarískra blökkumanna.
Þótt ljóðaþýðingar komi einnig fyrir í Ástkarri þá er e.t.v. besta dæmið
um sterk tök þess þýðanda á hefðbundnu ljóðmáli (og náttúrulýsingum) að
finna í lausu máli, þ.e. þegar Ástkær stígur fram á sviðið upp úr vatninu en
þá er vindurinn gerður að virku afli sem umbreytir kjól hennar í sífellu:
The day breeze blew her dress dry; Daggolan þurrkaði kjólinn á henni,
the night wind wrinkled it. (50) næturkulið krumpaði hann. (53)
Hér er lögmálum um jafngildi, bæði að formi og áhrifum, fylgt mjög
rækilega; setningaskipan frumtextans haldið fullkomlega, stuðlum einnig því
sem næst alstaðar og á réttum stöðum. Ekki sakar að g-„kok“-hljóðið í „dag-
golan“ myndar eins konar golu eða þyt. Jafnframt er ljóðeigindum og merk-
ingu frumtextans náð fram með einkar eðlilegu orðalagi. Myndin er nokkuð
bein, ljóðræn stemmning um veruleikann einsog hann blasir við okkur;
þ.e.a.s. við þurfum ekki að kafa djúpt eða túlka mikið til að átta okkur á
merkingu þessara orða eða baksviði þeirra. Svipað má segja um náttúru-
lýsinguna hér á eftir - þarsem höfundur stígur, að því er virðist, fram á