Skírnir - 01.04.1990, Page 214
208
GARÐAR BALDVINSSON
SKÍRNIR
sjónarsviðið til að gefa okkur stemmningu sem er um leið hliðstæða við
reynslu Sethe, þ.e. fæðingu Denverar. Þessi kafli gefur okkur aðra innsýn, á
vissan hátt beinni þótt ljóðræn sé, í sjálfleysi og útskúfun svartra almennt en
einkum Denverar sem síðar grætur
(117):
Spores of bluefern growing in the
hollows along the riverbank float
toward the water in silver-blue lines
[...] And for a moment it is easy to
believe each one has [a future] - will
become all of what is contained in
the spore: will live out its days as
planned. This moment of certainty
lasts no longer than that; longer,
perhaps, than the spore itself. (84)
„vegna þess að hún hefur ekkert sjálf“
Gró af bláburkna, sem óx í
hvilftunum í bakkanum, fljóta út á
strauminn í silfurbláum rákum [.. .]
Og andartak er auðvelt að trúa því
að hvert og eitt eigi sér framtíð -
verði allt sem bjó í gróinu: muni lifa
til æviloka eins og áætlað var. Þessi
vissa varir aðeins þetta andartak;
lengur þó, ef til vill, en gróið sjálft.
(83; leturbr. GB)
Með því að setja skáletruðu sagnirnar í þátíð skapar þýðandinn reyndar
óþarflega langt bil í tíma, og dregur nokkuð úr skírskotun textans til þess að
ekkert hafi breyst - og þarmeð að saga Sethe geti einnig gerst á okkar dögum.
Tryggð og nýmali
Þegar verk er þýtt af einu máli á annað þá vaknar sú spurning hvort þýðingin
sem slík sé mótuð af og löguð að viðurkenndum bókmenntaskilningi. Ef við
t.d. lítum á það hvernig svertingjamálið er meðhöndlað í þýðingunum
þremur þá virðist einsýnt að það er lagað mjög að ríkjandi hefð einsog sést
glöggt á þéringum og málfágun í Konunum á Brewster Place en ekki síður í
Purpuralitnum þarsem blökkumenn eru því sem næst gerðir ótalandi með því
að leggja þeim (Celie) í munn tungutak sem íslensk hefð virðist með ein-
hverjum ráðum hafa skapað til handa þeim sem standa utan ríkjandi menn-
ingar. í Ástkærri gerist það hins vegar að kvenleg reynsla er bæld í þýðingunni
jafnframt því sem stefnuleysið gerir persónurnar stundum allt að því mál-
haltar. Þegar athugað er hvernig kunnuglegri þáttum einsog ljóðum og
ljóðrænum stíl reiðir af í þýðingunum kemur glögglega í ljós að þar fá íslensk
ljóðahefð og erlend menning unnið vel saman. Stærstu sigrarnir í þeim þýð-
ingum sem hér eru til umræðu verða einmitt á þeim vettvangi og vil ég
reyndar sérstaklega benda á þau atriði sem ég ræddi varðandi Konurnar á
Brewster Place, þarsem kröfum um hnitmiðuð vinnubrögð, sem og um jafn-
gildi að formi og áhrifum, er fullnægt með slíkum árangri að nýstárleg sýn
kemst „yfir hafið“ í rismiklum skáldskap.
Bókmenntakerfi okkar hefur auðgast við þýðingar á verkum þessara
þriggja skáldkvenna og með ýmsum lausnum hafa þýðendurnir sýnt að
íslensk tunga hefur þanþol til að mæta nýjungum og framandlegri reynslu.