Skírnir - 01.04.1990, Page 217
SKÍRNIR
ORÐABÓKMENNTIR
211
Tveggjaraálaorðabók er á margan hátt frábrugðin einsmálsorðabók. í
einsmálsorðabókinni eru orðin útskýrð, ekki eingöngu gefið samheiti heldur
er lýsing á hlut eða fyrirbæri oft nauðsynleg til að notandi orðabókarinnar
geti áttað sig fullkomlega á því sem hann flettir upp. Um þetta er ekki að ræða
í tveggjamálaorðabók, heldur er leitast við að finna jafngildi uppflettiorðsins
á þýðingarmálinu.
Ef vel ætti að vera þyrftu að vera til fjórar orðabækur fyrir hver tvö
tungumál. Til dæmis þyrftu orðabækur fyrir íslensku og ensku að vera:
íslensk-ensk:
A) virk orðabók fyrir Islendinga til að semja enskan texta (málbeiting á
ensku).
B) óvirk orðabók fyrir enskumælandi menn til að skilja íslenskan texta
(málskilningur á íslensku).
Ensk-íslensk:
A) virk orðabók fyrir enskumælandi menn til að semja íslenskan texta
(málbeiting á íslensku).
B) óvirk orðabók fyrir Islendinga til að skilja enskan texta (málskilningur á
ensku).4
Einn munur á virkum og óvirkum orðabókum er t.d. sá að virk orðabók
krefst málfræðiupplýsinga með þýðingarorði en óvirk orðabók lætur nægja
að gefa málfræðiupplýsingar með uppsláttarorði.
Dæmi úr virkri orðabók finnum við í dansk-þýskri:
„and - Ente f., -n (ogsá om avisand)"
„bibliotek - Bibliothek f., -en (mindre offentligt) Búcherei f., -en“.
Dæmi úr óvirkri orðabók finnum við einnig í dansk-þýskri:
„and, -en, ænder - Ente; (auch Zeitungs-)“
„bibliotek, -et, -er - Bibliothek, Búcherei"
í virkri orðabók er mest áhersla lögð á jafngildið, þ.e. þýðingarorðið, sem
hjálpar notandanum við að þýða eða semja texta á erlenda málinu. í óvirkri
orðabók er aðaláherslan lögð á uppsláttarorðið, þ.e. erlendu orðin, sem
notandinn vill reyna að skilja og þýða á móðurmálið.
Islensk-ensk orðabók Iðunnar
Umrædd íslensk-ensk orðabók gæti verið annað hvort virk til notkunar fyrir
íslending, einkum skólafólk sbr. stærð, eða óvirk og þá til aðstoðar
4 Sbr. hugmyndir L.V. Scerba, sem Bo Svensen ræðir í bók sinni Handbok i
lexikografi. Stockholm 1987, og kemur einnig fram hjá H.-P. Kromann, Th. Riiber
og P. Rosbach, í greininni „Betydningsbeskrivelse og ordbogstyper inden for
tosprogsleksikografien med særligt henblik pá en dansk-tysk ordbog“, ARK1, Det
erhvervssproglige fakultet, Handelshöjskolen i Köbenhavn 1979.