Skírnir - 01.04.1990, Qupperneq 219
SKÍRNIR
ORÐABÓKMENNTIR
213
sýna t.d. þátíð sterkra sagna svo og viðtengingarhátt, fleirtölu nafnorða,
stigbreytingar eða kvenkynsmyndir lýsingarorða. Allar þessar upplýsingar
um uppsláttarorðin auka gildi bókarinnar sem óvirkrar orðabókar, en eru
óþarfar fyrir fslendinga, sem nota bókina við samningu ensks texta.
í bókinni er stór hluti íslensku flórunnar gefinn upp svo og urmull dýra-
nafna, og má deila um tilverurétt þessa orðaforða í bók af þessari stærð; þetta
er orðaforði sem nýtist a.m.k. skólafólki alls ekki, og fyrir orðabókarhöfunda
hefur þetta verið einföld viðbót við bókina, sem sérfræðingar láta í té. Finnst
mér vægi þessa orðaforða helst til mikið, þó það fari reyndar ekki út í slíkar
öfgar, sem flugorðaforðinn gerði í forvera bókarinnar, íslensk-enskri
orðabók ísafoldar.8
Nokkur sjálfsögð uppsláttarorð vantar í bókina svo sem „kynþáttahatur“
og „skuttogari". Orð eins og „móðursystir" og „móðurbróðir“ vantar en
aftur á móti eru „föðurbróðir“ og „föðursystir“ uppsláttarorð. íslenskur not-
andi segir sér ekki sjálfur að um sama þýðingarorðið sé að ræða. Skýringar-
orð við „frænka" er „female relative (esp. female cousin or aunt)“. Þetta dugar
einnig skammt fyrir íslendinga, hvað er t.d. „niece“ ?
Eitt dæmi um beinlínis ranga þýðingu hef ég rekist á: „stírur - sleep“. Þetta
stangast alveg á við Orðabók Menningarsjóðs,9 þar sem orðið er skýrt; A)
stirðleiki í augum - vera með stírur, og B) óhreinindi, sem safnast saman í
augnkróka - þvo stírurnar úr augunum. Orðsifjabókin10 gefur skýringuna
„stirðleiki (gróm) x augum“.
Auðkenning orða
Flöfundar taka fram í leiðbeiningum að þeir auðkenni ekki orð sérstaklega
vegna notkunar, nema þegar um skáldlegan orðaforða er að ræða. Þeir telja
að betra sé að gefa jafngildi orðsins í sama stíl á ensku, sem þó tekst ekki alltaf.
Þetta kemur illa út sums staðar t.d. „bokka - bottle (of liquor)“. Þarna hefði
þurft að merkja orðið sem talmál. Þarna vantar greinilega jafngildi á ensku í
sama stíl. Ekki tekst alltaf að gefa jafngilt orð, þó svo að það sé til, dæmi um
þetta er „kennslukona - woman teacher"; þarna er ekki gefið upp hið ágæta
jafngildi „schoolmistress", sem er svolítið gamaldags eins og íslenska orðið,
því nú eru konur líka kennarar.
Sama gildir um orðið „skemmtiganga - walk“, en formlegt orð eins og
„promenade“ sést hvergi.
Almennt má segja að það hefði verið til bóta ef gefin hefðu verið upp
merkingarsvið orða. Dæmi um gagnsemi þessa er staða orðsins „legkaka",
sem er á milli orðanna „legið - liggja“ og „legsteinn", þarna hefði sviðs-
merking hjálpað notandanum.
Skýringarmál orðabókarinnar er íslenska og er það gert til að auðvelda
8 Arngrímur Sigurðsson. Islensk-ensk orðabók. Reykjavík 1970.
9 Árni Böðvarsson (ritstj.). Islensk orðabók. Reykjavík 1985.
10 Ásgeir Blöndal Magnússon. Islensk orðsifjabók. Reykjavík 1989.