Skírnir - 01.04.1990, Page 221
RORY McTURK
Frásagnafræðin og Tímaþjófurinn
Steinunn Sigurðardóttir
Tímaþjófurinn
Iðunn 1986.
Gérard Genette
Narrative Discourse
Þýðandi Jane E. Lewin
Basil Blackwell, Oxford 1980.
Narrative Discourse Revisited
Þýðandi Jane E. Lewin
Cornell University Press, Ithaca,
New York 1988.
ElN AF raörgum heillandi spurningum sem vakna við lestur skáldsögu
Steinunnar Sigurðardóttur, Tímaþjófsins, er sú hvort við eigum að gera ráð
fyrir því að söguhetjan, Alda, deyi um þær mundir er frásögninni lýkur. Það
sem torveldar svarið við þessari spurningu er sú staðreynd að frásögnin er í
fyrstu persónu og að miklu leyti einnig í nútíð; margt (en þó engan veginn
allt) sem gerist í sögunni er borið á borð fyrir okkur eins og það væri að koma
fyrir sögumanninn um leið og frá því er sagt.1 Þegar ég reyni að svara þessari
spurningu hér ætla ég að grípa til frásagnafræðinnar, eins og franski
bókmenntafræðingurinn Gérard Genette hefur sett hana fram í þeim tveimur
bókum sem nefndar eru hér að ofan. f yfirliti um hugmyndir hans mun ég
styðjast meira við Narrative Discourse (Orðræðu frásagnarinnar) en
Narrative Discourse Revisited, því að enda þótt síðari bókin sé endurskoðun
þeirrar fyrri og auk þess vörn fyrir hana, hefur þessi endurskoðun ekki
markverð áhrif á þau sjónarmið Genettes sem ég ætla að notfæra mér hér.2
Sjónarmið hans eru reyndar sprottin af nákvæmri könnun ritverka Marcel
Prousts en þeim er ætlað að vera greiningaraðferð sem beita megi á hvaða
frásögn sem er. Þar sem hann vísar hvergi til íslenskra bókmennta mun ég
reyna að útskýra hugmyndir hans með íslenskum dæmum.3
1 Þessi grein er töluvert aukin gerð fyrirlesturs sem fluttur var í Edinborg í apríl, 1989
og birtur undir heitinu ,,‘The thief of time’: an Icelandic woman’s novel" í
Proceedings of the Eighth Biennial Conference of Teachers of Scandinavian Studies
in the British Isles, 2nd-7th April, 1989 (Edinburgh 1989), bls. 212-29.
2 Þessi verk Genettes heita á franska frummálinu: Discours du récit (hluti af Figures
III, París 1972) og Nouveau discours du récit (París 1983).
3 Tilvitnanir í íslendingasögur eru teknar úr viðeigandi bindum í ritröðinni íslenzk
fornrit (Reykjavík 1933-). í tilvísunum til Gylfaginningar Snorra Sturlusonar hef