Skírnir - 01.04.1990, Qupperneq 222
216
RORY McTURK
SKÍRNIR
I
Genette byrjar á því að greina á milli sögu og frásagnar. Sagan er það sem
gerist (samkvæmt frásögninni), en frásögnin er framsetning þess sem gerist
(og ég nota orðin í þessum skilningi). Hann skipar síðan athugagreinum
sínum niður í fimm kafla undir fyrirsögnunum „röð“, „dvöl“, „tíðni“,
„háttur" og „rödd“.
í fyrsta kaflanum, um „röð“, sýnir hann með dæmum muninn á sögu og
frásögn með tilvísun til þess hvernig atburðum er stundum raðað í frásögnina,
þegar sögumaður vísar aftur eða fram í sögutímann, með þeim aðferðum sem
kallaðar eru annars vegar analepsis (afturgrip) og hins vegar prolepsis
(framgrip), og víkur þannig frá röð atburðanna í sögunni. í íslendingasögum
birtast afturgrip og (sem algengara er) framgrip oftast nær, en ekki alltaf, í
mynd drauma. Dæmi um afturgrip er draumur Höskuldar Dalakollssonar í
23. kafla Njáls sögu sem vísar aftur á við og skýrir að hluta til atburði sem sagt
er frá fyrr í sama kafla. Dæmi um framgrip eru hins vegar draumar Guðrúnar
Ósvífursdóttur í 33. kafla Laxdæla sögu og Þorsteins Egilssonar í 2. kafla
Gunnlaugs sögu ormstungu, draumar með forspám sem kynna fyrirfram at-
burði sem gerast síðar í þessum sögum.
í kaflanum um „dvöl“ sýnir Genette að það er unnt að mæla hraða frá-
sagnar með því að finna í henni ákveðnar gerðir frásagnarframvindu, til
dæmis lýsingarhlé, atriði, og ágrip, og með því að gæta að misræmi milli frá-
sagnartíma og sögutíma, a.m.k. þegar um lýsingarhlé eða ágrip er að ræða.
Lýsingarhlé getur til dæmis náð yfir hversu mikinn frásagnartíma sem er, en
á meðan stendur sagan kyrr í tíma. Dæmi um þetta er lýsingin á Þorbjörgu
lítilvölvu í 4. kafla Eiríks sögu rauða. Þessi lýsing, sem er römmuð af endur-
tekinni staðhæfingu um komu hennar heim til Þorkels á Grænlandi („En er
hon kom ... En er hon kom inn ...“), tekur frásagnartíma sem samsvarar um
það bil tólf línum í Fornritaútgáfunni (einni til tveimur mínútum í upp-
lestri?), en á meðan hefur enginn tími liðið í sögunni. Á hinn bóginn tekur
ágripsstaðhæfing eins og „Leið nú á vetrinn“ í 3. kafla Hrafnkels sögu lítinn
sem engan tíma í frásögninni en nær yfir vikur eða jafnvel mánuði í sögunni.
í atriðum (og þau eru sérlega algeng í íslendingasögum eins og Carol Clover
hefur bent á)* * 4 fara frásagnartími og sögutími miklu nær hvor öðrum og geta
reyndar fallið alveg saman ef atriðið felst í samtali sem ekki er truflað af
lýsingum, ágripsstaðhæfingum eða útskýringum. Dæmi um atriði þar sem
staðhæfingar eins og „mælti hann“ eru það eina sem gerir frásagnartímann
lítið eitt lengri en sögutímann er frægur staður í 11. kafla í Ljósvetningasögu
ég notast við útgáfu Anthony Faulkes: Snorri Sturluson, Edda: Prologue and
Gylfaginning (Oxford 1982).
4 Sjá Carol J. Clover, „Scene in saga composition“, Arkiv for nordisk filologi 89
(1974), 57-83.