Skírnir - 01.04.1990, Blaðsíða 224
218
RORY McTURK
SKÍRNIR
sögumaður (sem ekki má rugla saman við Snorra; „rödd“ sögumanns verður
að greina frá rödd höfundarins) segir frá því er Gylfi kemur til þeirra Hás,
Jafnhás og Þriðja; annað stigið þar sem Hár, Jafnhár og Þriði segja Gylfa
sögur af norrænum goðum; og þriðja stigið þar sem Utgarðaloki segir Þór
sannleikann um ferð hans til borgar sinnar, þegar Þór er kominn út úr
borginni; þangað til hafði Utgarðaloki dulið sannleikann fyrir Þór með
sjónhverfingum sínum.
Genette aðgreinir þrjár gerðir tengsla milli frásagnarstiga: skýringartengsl,
sem má finna um dæmi í Gylfaginningu þar sem frásögn Utgarðaloka á þriðja
stigi útskýrir atburði sem gerst hafa í sögunni sem sagt var frá á öðru stigi;
þematengsl, sem byggjast á hliðstæðum og líkingum - til dæmis eru sjón-
hverfingarnar sem Æsir beita Gylfa í sögunni á fyrsta frásagnarstigi hlið-
stæðar og líkar þeim sem Utgarðaloki beitir Þór í sögunni á öðru frá-
sagnarstigi (og útskýrir á því þriðja); og athafnatengsl, sem gera það til dæmis
að verkum, í þessu dæmi, að frásagnirnar á öðru stigi eru það merkilegasta
sem getur gerst í framvindu sögunnar á fyrsta stigi. Hár segir Gylfa að hann
komist aldrei heill út nema hann sanni að hann sé þeim fróðari; honum er
þess vegna mjög í mun að þurrausa þekkingarbrunn þeirra með því að spyrja
þá spurninga, og sögur þeirra af norrænum goðum, sem sagt er frá á öðru
stigi, eru svörin við þeim. Það eru því þessar sögur, þar sem þær ganga út frá
spurningum Gylfa, sem firra hann vandræðum og eru þess vegna mikil-
vægustu atburðirnir í sögu Gylfa, sem nafnlaus sögumaður segir á fyrsta stigi.
Ég vil undirstrika að það sem hér er sett fram er töluvert einfölduð lýsing
á hugmyndum Genettes eins og þær eru settar fram í Narrative Discourse, og
getur með engu móti komið í staðinn fyrir að lesa bókina sjálfa.5 Hér að aftan
mun ég einungis notfæra mér sjónarmið Genettes að svo miklu leyti sem þau
snerta „dvöl“ og „tíðni“ í frásögnum og einbeita mér að framgripi og
afturgripi, og eintektar- og endurtektarstaðhæfingum.
II
I Tímaþjófinum hefst frásögnin á því að sögumaðurinn, Alda, lýsir því er hún
stendur fyrir utan dómkirkjuna í Reykjavík og bíður eftir að skólasetningar-
athöfnin hefjist þar inni. Þó að hún viti það ekki ennþá verður það þar sem
hún hittir nýja sögukennarann, giftan samkennara sem hún síðar verður
ástfangin af. Frásögninni lýkur síðan á því að Alda lýsir því er hún, sjö árum
síðar, fer í rúmið rétt fyrir jól með háan hita og nægar birgðir af svefntöflum
í náttborðinu, og liggur þar og bíður dauðans, sem væntanlega vitjar hennar,
5 Auk annarrar bókar Genettes, Narrative Discourse Revisited, þar sem hann
endurskoðar og ydclar sjónarmið sín, eins og áður var nefnt, vil ég mæla með
tveimur öðrum bókum um frásagnafræði, sem eru að meira eða mmna leyti undir
áhrifum frá Genette: Narrative Fiction: Contemporary Poetics eftir Shlomith
Rimmon-Kenan (London 1983) og Narratology: Introduction to the Theory of
Narrative eftir Mieke Bal (Toronto 1985).