Skírnir - 01.04.1990, Side 226
220
RORY McTURK
SKÍRNIR
strauk hann okkur gagnaugað og það var einmitt sæt lykt útúr honum
þegar hann nálgaðist. (bls. 188-89)
Breytingin í síðustu málsgreininni úr eintölu í fleirtölu er einkennileg og
athyglisverð, og gefur í skyn að Alda renni hér saman við þær fjölmörgu
konur sem hafa dáið við svipaðar aðstæður, þar á meðal sumar formæðra
hennar. Þetta minnir á þá skoðun Vilhelms Grönbech á fornnorrænum
skáldskap að „því dýpra sem sálin er snortin, þeim mun meira rennur einstak-
lingurinn saman við ættina".7
Eg vil nú hverfa frá lokum skáldsögunnar til upphafs hennar og líta á
fyrstu efnisgreinina, þar sem sjá má allan gang skáldsögunnar boðaðan í
hnotskurn, eins og Guðmundur Andri Thorsson hefur bent á.8 Sögusviðið er
Austurvöllur og á honum miðjum stendur styttan af Jóni Sigurðssyni, en
stuttu seinna ber Alda nýjan elskhuga sinn saman við hann (bls. 18-19).
Ég er of snemma á ferðinni, því úrið mitt hefur seinkað sér. Ég reyni
að stilla það eftir Dómkirkjuklukkunni, en það er vonlaust verk fyrir
hanskaklædda konu. Mér hrýs hugur við að afplána biðina á
Austurvelli, gangandi í hringi kringum styttu Jóns, en ég finn ekki upp
á neinu öðru til að drepa tímann. I sjöunda hring eða svo berst mér til
eyrna óvenju hávær sorgarmars úr kirkjunni. (bls. 7)
Leiða má að því rök að hvert þeirra sjö skipta sem Alda gengur kringum
styttuna standi fyrir eitt þeirra sjö ára í ævi hennar sem skáldsagan á eftir að
fjalla um, og að sorgarmarsinn í lok efnisgreinarinnar gefi í skyn dauða Oldu
sjálfrar í sögulok: í annarri efnisgrein bókarinnar kemur það berlega í ljós í
fyrstu málsgreinunum tveimur að það er útför konu sem fer fram frá Dóm-
kirkjunni. Við getum litið svo á að Jón Sigurðsson standi fyrir manninn sem
Alda elskar (sem heitir reyndar Anton, þó að það komi ekki fram fyrr en
löngu seinna, á bls. 144); kannski má líta á styttuna sem reðurtákn;9 og talið
um að drepa tímann með því að ganga kringum styttuna vísar til nafns bókar-
innar, Tímaþjófurinn, og vekur þá spurningu til hvers sé vísað með nafninu
og gefur ef til vill í skyn að tímaþjófurinn í bókinni sé ástin og dauðinn í
sameiningu. Það skal viðurkennt að fáir þessara möguleika mundu koma
lesandanum í hug fyrr en eftir lestur allrar skáldsögunnar. Hins vegar er eitt
atriði í þessari efnisgrein sem athugull lesandi hlýtur að taka eftir þegar í stað,
og það er hvernig fjallað er um tímann í fyrstu málsgrein bókarinnar: „Ég er
of snemma á ferðinni, því úrið mitt hefur seinkað sér“. Ef úr Öldu hefur
seinkað sér, hvernig stendur þá á því að hún er of snemma á ferðinni? Mætti
7 Sjá Vilhelm Grönbech, Vor folkeæt i oldtiden, 1. bindi (Köbenhavn, 1955), bls. 31.
8 Sjá Guðmund Andra Thorsson, „Kveðjan langa“, Þjóðviljinn (19. nóvember, 1986),
bls. 9.
9 Sjá grein Helgu Kress, „Dæmd til að hrekjast", Tímarit Máls og menningar, 1. hefti
1988, bls. 60.