Skírnir - 01.04.1990, Side 230
224
RORY McTURK
SKÍRNIR
Hlakkandi til þess að vakna
með herbergið fullt af gjöfum. (bls. 46^17)
Sem dæmi um þá tegund innra afturgrips sem er einkanlega algengt í síðari
hluta bókarinnar, þegar Alda rifar upp fyrri sælu sína, vil ég tilfæra eitt af
bréfum hennar til Antons. Þau taka tiltölulega mikið rúm í frásögninni, þó
að óljóst sé hvort hún sendir þessi bréf, skrifar þau en sendir ekki, eða semur
þau einvörðungu í huganum. I þessari tilvitnun, sem er hluti af bréfi sem
virðist skrifað í London, er einnig farið frá framgripi yfir í afturgrip, þar sem
það hefst á því að hún styrkir þann ásetning sinn að fara aldrei aftur til
útlanda að þessari ferð lokinni:
Þetta verður þá í síðasta sinn sem ég dreg þig til mín í draumi yfir
sjóinn og fjöllin sjötíuogsjö. Þetta verður síðasta hótelherbergið með
heiðursgestinum þér. í tilefni af því keypti ég mér tuttugu rauðar rósir
einsog þú færðir mér einu sinni heim í Skjól í eyðslukasti. Og dýran
vasa undir þær. Að þessu sinni hellti ég einnig í þitt glas. Veistu það er
svo hlægilegt að ég hafði þau alltaf með mér glösin tvö sem við
drukkum úr fyrsta apríl, daginn sem ég kvaddi þig óvart hinstu kveðju.
(bls. 137)
Síðasta málsgreinin er, eftir því sem ég fæ best séð, dæmi um innra afturgrip
sem bæði endurtekur og fyllir upp í; áður hefur verið minnst á heimsóknina
fyrsta apríl, en glösin sem drukkið var úr við það tækifæri voru ekki nefnd
á þeim stað í frásögninni.11
Almennt koma framgrip miklu sjaldnar fyrir í Tímaþjófinum en afturgrip,
og þau tvö dæmi um það sem ég hef þegar nefnt sýna vel hvernig framgrip er
notað í skáldsögunni yfirleitt. Þau skiptast í tvo meginflokka: þau sem vísa
til dauða Öldu og geta verið hvort sem er innri eða ytri, og þau sem vísa fram
til annarra atvika og aðstæðna sem Alda verður fyrir, og þau eru einungis af
innri gerðinni. Framgripin sem vísa til dauða Öldu eru af ytri gerðinni þegar
þau spegla hugsanir hennar um það hvar hún verði grafin og hvers konar lík
hún verði; það er reyndar ýjað að síðasttalda hugðarefninu í lokasetningum
skáldsögunnar sem tilfærðar eru hér að framan, en að því er vikið berum
orðum allnokkru fyrr (bls. 157-58), í kafla sem ber ekkert heiti en virðist
byrja sem bréf í óbundnu máli og enda sem ljóðaflokkur. Framgripin sem
vísa til dauða Öldu eru hins vegar af innri gerðinni þegar þau fjalla um þann
tíma sem hún á enn ólifaðan, eins og í kaflanum „Einsársáætlunin" þar sem
hún hugleiðir í fyrsta skipti undanbragðalaust að fremja sjálfsmorð, eða í
11 Það sem sagt er um rauðu rósirnar tuttugu er dæmi um uppfyllandi (innra) aftur-
grip; áður hefur ekki verið minnst (eftir því sem ég get séð) á meira en eina rós færða
að gjöf. Höfundur Tímaþjófsins hefur vinsamlegast staðfest að hér sé verið að tala
um annað tilvik en það þegar Anton kom til að kveðja Oldu 1. apríl áður en hann
fór til Mexíkó og færði henni aðeins eina rós (sjá Tímaþjófinn, bls. 56).