Skírnir - 01.04.1990, Page 232
226
RORY McTURK
SKÍRNIR
Alda, sögumaðurinn, deyi við eða skömmu eftir lok þessa tímabils, þ.e.a.s.
í bókarlok. Almennar talað má segja að greining afturgripa og fram-
gripa í Tímaþjófinum styðji þá skoðun sem Arni Óskarsson setti
fram í útvarpsumsögn um bókina: „enda á Alda sér enga framtíð, bara
fortíð“.13
IV
Nú langar mig að fara út í aðra sálma og notfæra mér hugtök Genettes eintekt
og endurtekt, en eins og við höfum séð varða þau tíðnitengsl milli frásagnar
og sögu. Eintektarstaðhæfing, eins og við munum, er fólgin í því að segja einu
sinni frá því sem gerðist einu sinni, en endurtektarstaðhæfing er fólgin í því
að segja einu sinni frá því sem gerðist oft. Að afloknum um það bil tveimur
þriðju hlutum skáldsögunnar, á því stigi frásagnarinnar þegar Alda hefur
hugann jafnmikið við Ölmu systur sína, sem er að deyja (eða er dáin) úr
krabbameini, og við manninn sem hún elskar, kemur athyglisverður kafli þar
sem eintektar- og cndurtektarstaðhæfingar tvinnast saman. Það er eins og
Alda sé að reyna að rifja upp atvik sem gerðist einu sinni, en um leið sækir
að henni sá grunur að sama atvik, eða eitthvað mjög svipað, hafi gerst
við mörg önnur tækifæri og á mörgum mismunandi, en þó svipuðum
stöðum:
Ég hef sest í margan hvítan tréstólinn með kaffibolla í sól eða skugga
eftir atvikum og páfugl sem gengur laus kemur til mín. Þykist fyrst
ekki sjá mig, kemur svo og hneigir sig, breiðandi úr stélinu svo augu
þess opnist mér. Ég er systir þín, sagði ég stundum á öllum helstu
tungumálum, til að forðast misskilning. Hann hneigði sig aftur með
léttri upphrópun til samþykkis. Hann spígsporaði hringinn kringum
hvítmálað borðið og stólinn þar s’em ég drakk kaffið mitt oftast berfætt
undir ýmsum þrítugum trjám og undraðist vaxtarþrek þeirra. Hann
staðnæmdist beint fyrir framan mig, opnaði augu stélsins, sagði ciao
hásri röddu, stappaði niður fæti einsog dvergvaxinn hermaður og var
farinn að sinna öðrum verkefnum. (bls. 131-32)
Þegar þessi kafli er lesinn er oft eins og aðeins sé verið að lýsa einu atviki. En
notkun núliðinnar tíðar („Ég hef sest“) og orðalag eins og „margan hvxtan
tréstólinn“, „í sól eða skugga eftir atvikum“, „sagði ég stundum á öllum
helstu tungumálum“ og „oftast berfætt undir ýmsum þrítugum trjám“, gefur
hins vegar í skyn að sögumaður sé að segja að sama atvikið hafi gerst með
örlitlum tilbrigðum á mörgum mismunandi stöðum og stundum. Hvað gefur
þetta til kynna um hugarástand sögumanns? Kannski að hún sé einfaldlega
of ringluð til að greina eitt atvik frá öðru, en hugsanlega kannski líka að hún
sé í þess konar draumamóki þar sem dreymandinn ímyndar sér, á örfáum
13 Árni Óskarsson, erindi flutt í þættinum Sinnu í Ríkisútvarpinu 22. nóv. 1986.