Skírnir - 01.04.1990, Page 233
SKÍRNIR FRÁSAGNAFRÆÐIN OG TÍMAÞJÓFURINN
227
sekúndubrotum í mældum vökutíma, að hann lifi löng tímabil á mörgum
mismunandi stöðum.
Það er athyglisvert að páfuglinn skuli segja ciao, þar sem ciao á ítölsku
getur þýtt bæði „sæll“ og „bless“. Jafnvægið milli eintektar- og endur-
tektarstaðhæfinga í kaflanum hér að framan hefur þau áhrif að okkur virðist
sem löngum tímabilum og mismunandi stöðum sé þrýst saman í eitt atvik, en
þó ekki svo algerlega að misst sé sjónar af fjölbreytni atviksins í tíma og rúmi.
Orðið ciao, sem þýðir bæði „sæll“ og „bless“, rifjar upp fyrri notkun sögu-
manns á orðunum „Bæ-ló“ (bls. 117) og „Hæbæló“ (bls. 125). Það fyrra kem-
ur fyrir í ljóði þar sem segir: „Ég kom til að kveðja. / Ég fer til að heilsa. Bæ-
ló.“ Þetta gefur til kynna þrálátar hugsanir um endalok og upphaf og þá hug-
mynd að „Endalok mín eru í upphafi mínu“,14 sem segja má að séu
einkennandi fyrir Tímaþjófinn almennt. í huga Öldu markast upphaf hennar
af því þegar hún hittir Anton og það er skipbrot ástarsambands þeirra sem
leiðir af sér endalok hennar. Þannig verða líf hennar og ást að dauða hennar,
og það má reyndar færa að því rök, eins og ég hef drepið á að framan, að ástin
og dauðinn séu í sameiningu sá tímaþjófur sem bókin heitir eftir.
Lok skáldsögunnar eru gefin í skyn í upphafinu, og öfugt, og þetta er
undirstrikað í lokin með endurtekningu orða og hugmynda sem kynnt voru
í upphafinu; að þessu leyti má líkja byggingu skáldsögunnar við
umbrotsmynstrið í fornenskum skáldskap, einkum Bjólfskviðu.15 Þetta
kemur skýrast fram í því að sumar kaflafyrirsagnirnar fyrst í bókinni koma
fyrir aftur nálægt lokum hennar; þannig eru kaflarnir „Skólasetning II“,
„Göngufrí í okt II“, „Tvær afmælistertur á kennarastofu 11“ og „Veislan á
svölunum 11“ allir á síðustu fimmtíu blaðsíðum skáldsögunnar, en kaflarnir
með heitunum sem hér eru endurtekin eru allir á fyrstu tuttugu og tveimur
blaðsíðunum. Dauðastefið, sem tekur að ríkja svo sterkt yfir bókinni þegar
dregur að lokum, er fyrst leikið á áhrifamikinn hátt nálægt upphafinu með
andláti Steindórs, aðdáandans sem Alda elskar ekki, sem sviptir sig lífi nótt
eina þegar hún sjálf hugsar sem svo að helst kysi hún að vakna ekki
morguninn eftir (bls. 23-25), og sú er auðvitað ósk hennar í bókarlok, þó að
hún sé þá orðin óendanlega miklu sterkari. Ymis orð og orðasambönd sem
notuð eru með minnisverðum hætti nálægt upphafi bókarinnar koma fyrir
aftur nær lokum hennar þannig að lesandinn getur borið saman og séð
mismun. Orðin „Borgin framundan" (bls. 32) í ljóðinu í lok kaflans
„Haustlitaferð með Agli“, þar sem Alda fer eftir jarðarför Steindórs til
Þingvalla með gömlum vini sínum, Agli, snýr aftur til Reykjavíkur með nýja
von og endurvakið sjálfsöryggi og býður Antoni í hádegisverð í næsta kafla,
má þannig bera saman við „Framundan NÓVEMBEReyjan“ (bls. 174) í
14 „In my beginning is my end“, tilvitnun í „East Coker“, einn af fjórum kvartettum
(Four Quartets) T. S. Eliots. - Athugasemd þýðanda.
15Sbr. Adeline C. Bartlett, The Larger Rhetorical Pattems in Anglo-Saxon Poetry
(New York 1935); og C.B. Hieatt, „Envelope patterns and the structure of Beo-
wulf“, English Studies in Canada 1 (1975), 244-65.