Skírnir - 01.04.1990, Page 236
DAGNÝ KRISTJÁNSDÓTTIR
Milli ljóss og myrkurs...
Þorgeir Þorgeirsson
Yfirvaldið. Skáldsaga eftir bestu
heimildum og skilríkjum
Iðunn 1973.
Peter Brooks
Readingfor the Plot. Design
and Intention in Narrative
Clarendon Press, Oxford 1984.
Tveir menn
HVAÐ EIGA jafn ólíkir menn og Þorgeir Þorgeirsson og Peter Brooks
sameiginlegt? Hvað er unnið með því að lesa saman skáldskap annars og
fræði hins? Varpar það ljósi á skáldskaparfræði beggja?
Þorgeir Þorgeirsson (f. 1933) er rithöfundur og hefur fengist við ýmislegt
um dagana. Hann menntaðist í Austurríki og Tékkóslóvakíu og var einn af
fyrstu Islendingunum sem nam kvikmyndagerðarlist. Skáldsagan Yfirvaldið
var fyrsta bók hans. Síðan hefur hann skrifað sögur, leikrit, ljóð og ritgerðir,
auk ævisögu Líneyjar Jóhannesdóttur og undursamlegra þýðinga á
skáldverkum William Heinesens.
Peter Brooks (f. 1938) er prófessor í bókmenntum við Yaleháskóla og
amerískur í húð og hár. Fyrsta bók hans kom út árið 1969 og hét The Novel
of Worldliness. Með þeirri næstu, The Melodramatic Imaginationf vakti
hann meiri athygli. Þar fjallar hann um melódramatískar bókmenntir, frá
Leyndardómum Parísarhorgar til verka Henry James. Brooks heldur því
fram í bókinni að melódramatíkin hafi verið vanmetin bókmenntastefna.
Hún staðfesti ekki ríkjandi þjóðskipulag eins og harmleikurinn eða bylti því
eins og gamanleikurinn - heldur grafi undan því, varpi nýju og gagnrýnu ljósi
á viðtekin mynstur með því að stækka þau og ýkja. Nýjasta bók Peter
Brooks, Readingfor the Plot (Að lesa fléttuna), verður til umræðu hér á eftir.
Þorgeir Þorgeirsson hefur sterka réttlætiskennd og særi eitthvað hana
fylgir hann málum eftir uns yfir lýkur. Allt sem hann skrifar fær þó mark
fagurbókmennta, tvíræðnina, eins og glöggt má sjá í nýjustu bók hans, Að
gefnu tilefni.1 2
Peter Brooks er líka fastheldinn á siðferðileg grundvallaratriði. Hann
tileinkar síðustu bók sína minningu náins vinar og starfsfélaga, Paul de Mans.
Peter Brooks hefur ekki átt samleið með þeim hópi fræðimanna sem kenndur
1 Peter Brooks. The Melodramatic Imagination. Columbia University Press 1985
(Fyrst útgefin 1976).
2 Þorgeir Þorgeirsson. Að gefnu tilefni. Deilurit. Leshús/Málsvarnarsjóður Þorgeirs
Þorgeirssonar, 1988.