Þjóðmál - 01.09.2009, Blaðsíða 20

Þjóðmál - 01.09.2009, Blaðsíða 20
18 Þjóðmál HAUST 2009 kross eignatengsl og hringamyndanir voru með fádæmum og ábyrgðarleysið reið ekki við einteyming? Hér heima sögðu þessir aðilar, svo og ráðherrarnir sem fóru með efnahags- og bankamál, að engin hætta væri á ferðum . Geir og Ingibjörg Sólrún fóru til útlanda að ræða styrkleika ís lenska efnahagsundursins í mars 2008 þegar rúm lega 30 bankamenn á Íslandi vissu að Baug ur var kominn á hausinn! Það vantaði samt ekki að þessir stofn- anadrengir væru staffírugir þegar þeir stilltu bændum upp við vegg og njósn- uðu um Búnaðarþing sem hefur komið saman í hundrað ár til að fjalla um hags- muni landbúnaðarins . Þar var leitað að glæpamönnunum árið 2007 og bænd- urnir sektaðir fyrir samráð . Hefðu þeir gert skyldu sína í stað þess að vera í samspili með bönkunum hefði margt farið öðruvísi . Vissulega má ekki gleyma að Baugsveldið var nánast búið að lama eftirlitskerfi ríkis- valdsins með lögfræðingaher sínum og eignarhaldi sínu á fjöl miðl um . Hvar í heiminum hefði það annars staðar gerst að lögreglan og efnahagsbrota- deild hennar rannsaki það ekki þegar fram kemur að mútur hafi verið bornar á forsætisráðherra landsins! Baugsveldið hafði skapað það andrúmsloft í landinu í gegnum fjölmiðlana að fólk hló bara að þessu eins og hverju öðru gríni . Að reynt hefði verið að múta forsætisráðherranum með 300 milljónum! Af hverju var það aldrei rannsakað? Það blasti við hvað vakti fyrir Baugi . Baug ur hafði skipulega verið að sækja að for sætisráðherranum, Davíð Oddssyni, hirti undan honum embættismenn hans og að- stoðarmenn . Af hverju vildi Baugur nálgast forsætisráðherrann með þessum hætti og vingast við hann? Í öllum öðrum löndum hefði þetta mútumál verið rannsakað í þaula . Við getum nefnt annað dæmi, stór fyrir-tækið FL Group/Stoðir . Þar gerast undarlegir hlutir sem eftirlitsaðilar ríkis- valdsins láta sig engu skipta . Ungur for- stjóri labbar út úr fyrirtækinu eftir nokkra mánuði í starfi með 120 milljón króna starfslokasamning og segir að hún sé með bundið fyrir munninn og megi ekki tjá sig . Forsætisráðherrafrúin þáverandi segir sig úr stjórn félagsins ásamt fimm öðrum . Þetta fólk þegir allt þunnu hljóði og engin rannsókn fer fram . Þegar stjórnendur Baugs og FLGroup/ Stoða sjá að þeir eru endanlega búnir að spila rassinn úr buxunum ætla þeir svo að bjarga sér með því að sölsa undir sig orkuauð lindir landsins í gegnum Orkuveitu Reykjavík ur . Það átti að búa til nýja efnahagsstærð í FLGroup . Hví skyldu þeir ekki reyna það eftir allt sem þeir höfðu komist upp með? Í því máli gekk Björn Ingi Hrafns son, þáverandi borgarfulltrúi, erinda auðmannanna en borgarstjórinn, Vil hjálm ur Þ . Vilhjálmsson, vissi ekkert hvað var að gerast . Þegar flett var ofan af þessu hneyksli fóru fram fíflalegar rannsóknir á vegum borgarstjórnarinnar þar sem öllu var drekkt í aukaatriðum .“ Er ekki REI-málið í rauninni eitt stærsta spillingarmál íslenskrar stjórnmálasögu? „Jú, það er engin spurning í mínum huga en sannleikurinn hefur aldrei verið sagður í því máli .“ Ofurlaunin á „útrásartímanum“ voru mikill þyrnir í augum Guðna . „Já, þau voru orðin svo fáránleg og úr takti við allt annað í íslensku samfélagi . Ég spurði á sínum tíma: Hvernig má það vera að einn lítill bankastjóri á Íslandi er alltíeinu kominn með tvöföld laun sextíu og þriggja alþingismanna og tólf ráðherra, eða sjötíu milljónir á mánuði á meðan stjórnmála liðið allt hafði þrjátíu og níu milljónir í sinn hlut?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.