Þjóðmál - 01.09.2009, Blaðsíða 71
Þjóðmál HAUST 2009 69
Halldór Kiljan Laxness . Þeir sáu hið sama
og skáldið og voru raunar miklu tíðari
gestir þar eystra . Hér skulu aðeins nefnd tvö
dæmi . Á þriðja og fjórða áratug hittu Einar
Olgeirsson og Brynjólfur Bjarnason oft þá
Allan Wallenius og Arne Munch-Petersen
í Moskvu . Wallenius var sænskumælandi
Finni, starfaði fyrir Komintern og kenndi
mörgum Íslendingum í byltingarskólum
ráðstjórnarinnar . Hann fylgdist vel með
íslenskum kommúnistum og skrifaði ritdóm
um Sölku Völku á sænsku, sem þýddur var og
birtur í Rétti .47 Munch-Petersen var danskur
kommúnisti, sem sat um skeið á þingi fyrir
flokk sinn . Hann starfaði fyrir Komintern
með Eggerti Þorbjarnarsyni, sem seinna
varð framkvæmdastjóri Sósíalistaflokksins .
Munch-Petersen hvarf í júlí 1937, en
Wallenius í febrúar 1938 . Nú er vitað, að
þeir voru handteknir í hreinsunum Stalíns
og báru báðir beinin í fangelsum .48 Veltu
þeir Einar, Brynjólfur og Eggert því aldrei
fyrir sér, hvað orðið hefði um þá Munch-
Petersen og Wallenius? Fannst þeim ekkert
einkennilegt við stjórnarfar í landi, þar sem
menn hurfu skyndilega? Hitt dæmið er,
að nokkrir Íslendingar fóru til Kína í boði
stjórnvalda þar haustið 1960, þar á meðal
Hannes Sigfússon skáld og Ólafur Jóhann
Sigurðsson rithöfundur . Þá var að skella á
hungursneyð í landinu vegna þess, að Stóra
stökkið fram á við hafði mistekist . Í Beijing
hittu boðsgestirnir Skúla Magnússon, sem
stundað hafði þar nám frá haustinu 1957 .
Mörgum árum síðar skrifaði Hannes í
minningabók: „Íslenski námsmaðurinn
fræddi okkur samtímis um það, að mikil
hungursneyð ríkti í Kína og fólk neyddist
47 Allan Wallenius: „Salka Valka,“ Réttur, 20 . árg . (1935),
214 .–216 . bls . Þýð . úr Ny dag, blaði sænskra kommúnista .
48 Eila Lahti-Argutina: Olimme joukko vieras vaan (Vammala
2001), 555 . bls . Þetta er yfirlitsrit um örlög finnsku mælandi
manna í Ráðstjórnarríkjunum . Ólafur Grím ur Björnsson
benti mér á það . Ole Sohn: Fra Folketinget til celle 290. Arne
MunchPetersens skæbne (Khöfn 1992) .
jafnvel til að éta lauf af trjám til að seðja
hungur sitt .“49 Þeir Ólafur Jóhann og
Hannes skrifuðu báðir um Kínaförina í
Tímarit Máls og menningar . Hvorugur
minntist á neina hungursneyð, heldur lýstu
þeir báðir framförum í Kína og hvöttu til
vináttu við kínverska alþýðulýðveldið .50
7 .
Þótt sumir íslenskir kommúnistar töluðu gegn betri vitund, þegar
þeir vörðu kommúnistaríkin, létu aðrir
vissulega blekkjast . Margir íslenskir gestir
ráðstjórnarinnar á fjórða áratug voru sendir
í verksmiðjuna Rauða þríhyrninginn í
Leníngarði (nú Pétursborg) og í Amo-
bílaverksmiðjuna í Moskvu . Finnski
kommúnistinn Arvo Tuominen sá oft um að
taka á móti slíkum gestum . Hann lýsti því,
hvernig heimsóknirnar voru skipulagðar:51
Gestunum voru ætíð sýndar deildir, sem
voru sérstaklega innréttaðar . Verk smiðju -
sal irnir voru einstaklega glæsilegir, vinnan
skipu lögð betur en nokkurs staðar annars
staðar í veröldinni, matsalir og fataskipta-
herbergi voru til fyrirmyndar . En það var
bara ein deild í þessari stóru verksmiðju, sem
svo leit út . Það kom mjög sjaldan fyrir, að
nokkur gestanna óskaði eftir að ganga um
alla hina risa stóru verksmiðjubyggingu, þar
sem heim sóknin í þessa einu deild tók tvær
til þrjár klukkustundir . Þeir verka menn,
sem ferðamennirnir tóku tali, voru allir
vel þjálfaðir fyrirfram . Verksmiðjus tjór inn
49 Hannes Sigfússon: Framhaldslíf förumanns (Rvík 1985),
184 . bls .
50 Ólafur Jóhann Sigurðsson: „Samskifti við Kínverja,“
Tímarit Máls og menningar, 1 . hefti 22 . árg . (mars 1961),
13 .–23 . bls .; Hannes Sigfússon: „Saga vestrænnar íhlutunar
í Kína,“ Tímarit Máls og menningar, 2 . hefti 22 . árg . (maí
1961), 102 .–121 . bls ., og s . r ., 3 . hefti 22 . árg . (ágúst 961),
164 .–183 . bls .
51 Arvo Tuominen: Kremls klockor (Stokkhólmi 1958),
251 . bls . Þýðing Arnórs Hannibalssonar .