Þjóðmál - 01.09.2009, Blaðsíða 42
40 Þjóðmál HAUST 2009
Árið 1996 gaf háskólaforlagið í Cam-bridge út bók eftir Kristján Krist jáns-
son sem heitir Social Freedom: The Re spons
ibility View . Alla tíð síðan hefur heimspeki
hans notið sívaxandi álits og virðingar í
alþjóðlegum fræðaheimi . Þessi fyrsta bók
Kristjáns sem út kom á ensku er raunar
orðin það þekkt að vitnað er til hennar í kafla
um frelsishugtakið í Stanford Encyclopedia
of Philosophy1 og kaflar úr henni eru teknir
upp í nýlegu safnriti um frelsi sem út kom
hjá Blackwell bókaútgáfunni .2
Frá því Social Freedom: The Responsibility
View kom út hefur Kristján sent frá sér
þrjár aðrar bækur á ensku og enn ein er
á leiðinni . Einnig hefur hann ritað þrjár
bækur á íslensku og þýtt Undirstöður
reikningslistarinnar eftir Gottlob Frege
(1848–1925) úr þýsku . Listi yfir bækur
Kristjáns fer hér á eftir:
1 Stanford Encyclopedia of Philosophy er aðgengileg á vefn-
um http://plato .stanford .edu/ . Tilvísunin sem um ræðir er
undir fyrirsögninni „Positive and Negative Liberty“ .
2 Freedom: A Philosophical Anthology (ritstjórar Ian Carter,
Matthew H . Kramer og Hillel Steiner), Oxford: Blackwell,
2006 .
• Þroskakostir, Reykjavík: Rann sóknar stofn-
un í siðfræði, 1992 .
• Social Freedom: The Responsibility View,
Cambridge: Cambridge University Press,
1996 .
• Af tvennu illu: Ritgerðir um heimspeki,
Reykjavík: Mál og menning, 1997 .
• Þýðing á bókinni Undirstöður reikn ings
listarinnar [Die Grundlagen der Arithmetik]
eftir Gottlob Frege, Reykjavík: Hið íslenzka
bókmenntafélag, 1998 .
• Justifying Emotions: Pride and Jealousy,
Lond on: Routledge, 2002 .
• Mannkostir, Reykjavík: Háskólaútgáfan,
2002 .
• Justice and Desert-Based Emotions, Alder-
shot: Ashgate Publishing, 2006 .
• Aristotle, Emotions, and Education, Alder-
shot: Ashgate Publishing, 2007 .
• The Self and Its Emotions, Cambridge: Cam-
bridge University Press, væntanleg 2010 .
Auk þessara bóka hefur Kristján samið
fjölda greina sem birst hafa í fræðilegum
safnritum og heimspekitímaritum3 og er
3 Greinar hans hafa til dæmis birst í tímaritunum:
American Philosophical Quarterly, Cambridge Journal
of Education, Ethics, International Journal of Applied
Atli Harðarson
Heimspekirit
Kristjáns Kristjánssonar