Þjóðmál - 01.09.2009, Blaðsíða 26
24 Þjóðmál HAUST 2009
október 2008 sköpuðust skilyrði til að þróa
áfram stjórnmálasamskipti í ætt við undir-
ferlið í borgarstjórn .
Samfylkingin leitaði að blóraböggli . Þrátt fyrir að vera í mörgu orðin hægrisinn-
aðri en Sjálfstæðisflokkurinn og búin að
koma sér upp útrásarbandalagi, t .d . við
Baug, var forysta Samfylkingarinnar fljót
að finna leið til að skella skuldinni á sam-
starfs flokkinn . Lykilmaðurinn var Davíð
Odds son seðla bankastjóri . Fjölmiðlaveldi
Baugs hafði í fimm ár hamast við að gera
alls herjar grýlu úr Davíð, eftir að hann sem
for sætisráðherra gagnrýndi markaðsráð andi
stöðu Baugsverslunarinnar . Sam kvæmt
Baugs miðlum var Davíð ábyrgur fyrir
mis bei tingu lögreglu og ákæruvalds, efna-
hags stjórn uninni, auk vaxtastefnu Seðla-
bank ans . Í þennan farveg var auðvelt að sá
fræjum tortryggni og það gerði Samf ylk i ng-
in skammlaust .
Áhugasamir meðhlauparar gáfu sig sjálf-
viljugir fram . Skipuleggjandi og mál pípa
búsáhaldabyltingarinnar, Hörður Torfa son,
sagði við ein fyrstu mótmælin að hann vildi
Davíð úr Seðlabankanum . Hvers vegna?
Jú, vegna þess að Davíð væri „tappinn“ í
baðkarinu . Ástæðulaust að færa rök fyrir
máli sínu þegar snjallar myndlíkingar eru
nærtækar .
Að Davíð frátöldum var eitt mál sem Samfylkingin gat teflt fram til
að afsaka sig frá hruninu . Allt frá árinu
1995, þegar Jón Baldvin Hannibalsson
for maður Alþýðuflokksins gerði aðild
að Evrópusambandinu að kosningamáli
þjón aði hugmyndin taktísku hlutverki að
aðgreina Alþýðuflokk/Samfylkingu frá
öðrum flokkum . Kosningarnar 1999 var
aðild kynnt, sömuleiðis 2003 og aftur 2007
en aldrei í öðrum tilgangi en að betra væri
að veifa röngu tré en öngvu . Samfylkingin
er flokkur stofnaður til að ná völdum .
Þegar Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,
vara formaður Sjálfstæðisflokksins, fékk
Geir H . Haarde formann til að bjóða Sam-
fylkingunni upp á ríkisstjórnarsamstarf
vorið 2007 var félagshyggjuflokknum
ljúft að sporðrenna stefnunni um aðild að
Evrópu sambandinu .
Til að berja á Sjálfstæðisflokknum
tók Samfylkingin fram aðildarlausnina
og krafðist þess að fá hana á dagskrá .
Beygð forysta sjálfstæðismanna féllst á
að boða til sérstaks landsfundar þar sem
afstaða til aðildarumsóknar átti að verða
aðalefnið . Þetta var eingöngu gert til að
mæta kröfu samstarfsflokksins og sýndi
Sjálfstæðisflokkinn veiklyndan . Enda gekk
Samfylkingin á lagið .
Samfylkingin og þáverandi formaður,
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, gátu þakkað
Þorgerði Katrínu að komast til valda .
Þegar Geir H . Haarde bauð Þorgerði
Katrínu sem forsætisráðherraefni í því
skyni að halda ríkisstjórnarsamstarfinu
áfram hafnaði Ingibjörg Sólrún tillögunni .
Sjálfstæðisflokknum skyldi úthýst úr
stjórnarráðinu .
F ramsóknarflokkurinn bauðst til að veita minnihlutastjórn Samfylkingar
og Vg stuðning . Undir forystu nýs for-
manns, Sigmundar Davíðs Gunnlaugsson-
ar, var Framsóknarflokkurinn áfram um að
fá kosn ingar sem fyrst . Þáttur Ólafs Ragn-
ars Grímssonar forseta í stjórnarmynd-
unar viðræðunum í lok janúar 2009 er
ekki upplýstur en það spillti ekki fyrir
vinstriflokkunum að Bessastaði sat fyrr ver-
andi formaður Alþýðubandalagsins .
Forysta Vg þóttist sjá hvert stefndi fyrir
áramót . Á flokksráðsfundi í byrjun desember
reyndu Steingrímur J . Sigfússon formaður
og nánasti samverkamaður hans, Árni Þór
Sigurðsson, að milda afstöðu flokksins