Þjóðmál - 01.09.2009, Qupperneq 81

Þjóðmál - 01.09.2009, Qupperneq 81
 Þjóðmál HAUST 2009 79 Erfitt er að ímynda sér, að Davíð eða nokkur annar hafi „brunnið í skinninu“ af þrá eftir því að ráðskast með hin erfiðu viðfangsefni . Allir vildu helst geta bægt þeim frá sér, en undan vandanum varð ekki vikist . Björgvin G . Sigurðsson, viðskiptaráðherra, kann að hafa talið fram hjá sér gengið í máli Davíðs en Björgvin sagði síðar frá því á alþingi, að hann hefði ekki hitt Davíð frá því í nóvember 2007 þar til á þessum fundi 30 . september 2008 . Af ræðu, sem Davíð Odds- son flutti á landsfundi Sjálf stæð- isflokksins 28 . mars 2009 og birt er í sumarhefti Þjóðmála, sést, að hann bar ekki traust til Björgvins G . Davíð sagði, að vissulega mætti meta það við Ingibjörgu Sólrúnu, formann Sam fylkingarinnar, að hún virtist hafa haft sömu skoðun og sjálfstæðismenn, þegar seðla bank inn boðaði ráðherra til fundar um bankamál í aðdraganda hruns ins að ekki væri „tækt að Össur Skarphéðins son eða Björgvin Sig urðsson sætu þessa fundi því yfir gnæfandi líkur væru á að þeir lækju öllu saman sem þar færi fram innan mjög skamms tíma og þá hefði illa farið .“ Allt bendir til, að Össur og Björgvin séu heimildarmenn Guðna Th . að frásögn hans af ráðherrafundinum sögulega 30 . september 2009 . Hitt er síðan annað mál, að í setningar- ræðu sinni á landsfundi sjálfstæðismanna 26 . mars 2009 sagði Geir H . Haarde, formaður Sjálfstæðisflokksins: Þegar horft er til baka [til hinnar pólitísku stöðu við bankahrunið í október 2008] er mín niðurstaða sú að hyggilegast hefði verið að freista þess strax í haust að mynda þjóðstjórn allra flokka . Hún hefði hugsanlega getað setið út veturinn, gert nauðsynlegar ráðstafanir í efnahags- og atvinnumálum og undirbúið kosningar . Vandinn var sá að vinstri grænir, sem vildu komast í þjóðstjórn, vildu láta kjósa strax í nóvember og voru algjörlega á móti samstarfi við Alþjóðagjaldeyrissjóðinn . Samfylkingin var hins vegar á móti þjóðstjórn af ýmsum ástæðum og ég gaf þennan kost frá mér að vandlega athuguðu máli . Í ljósi reiði Samfylkingarinnar í garð Davíðs strax frá fyrstu viku hrunsins og kröfu Ingibjargar Sólrúnar 8 . október, að „hann verði að fara“ er sér- kennilegt, að Samfylkingin hafi snúist gegn þjóðstjórn á þessum tíma . Í bréfi sínu segir Ingibjörg Sólrún (Hrunið, bls . 175): [V]ið í Samfylkingunni munum ekki sætta okkur við það að DO sitji við stjóra og útdeili skensi og skömm . Þess vegna verður hann að fara . Eins og þið sjáið er ég mjög ákveðin í þessari skoðun – og hef raunar verið lengi – en kaleikurinn er hjá forsætisráðherra . Hann þarf að finna leiðina . En það er ekki síst með hagsmuni hans í huga sem ég legg þetta til. Seðlabankastjóri sem vísar til forsætisráðherra með nafni en ekki titli í löngu viðtali er á sérkennilegri vegferð. Og ég lýk þessu eins og Cato gamli: „Að lokum legg ég til … “ Skáletrunin er mín, því að forvitnilegt er, að þau rök skuli færð í máli sem þessu, að það varði við brottrekstur, að Davíð skuli hafa nefnt nafn Geirs H . Haarde í samtali við Sigmar Guðmundsson í Kastljósi en ekki talað um forsætisráðherra . Þessi fáfengi- leg heit koma álíka mikið á óvart eins og reiði kastið yfir því, að Davíð skyldi hafa nefnt orðið „þjóðstjórn“ á fundi með ríkis- stjórninni . Í einhverju svipuðu hégómlegu sam- hengi eftir hrunið varð mér á orði á ríkis- stjórnarfundi, að kæmust ráðherrar ekki yfir atriði sem þessi, væri ekki mikil von til þess, að stjórnin gæti tekið á því sem máli skipti og sneri að efni málsins . Nýlega hitti ég áhugamann um þjóðmál, nátengdan stjórnsýslunni, sem hafði lesið
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.