Þjóðmál - 01.09.2009, Blaðsíða 12

Þjóðmál - 01.09.2009, Blaðsíða 12
10 Þjóðmál HAUST 2009 Steingrímur J . hafi gengið fram á þennan ótrúlega hátt, telur Jón Kaldal, að „sú ára trúverðugleika sem hann hefur yfir sér“ sé meira virði en allt annað . Sviksemi Steingríms J . við fyrri skoðanir lýsir Jón Kaldal á þennan hátt: „Það hefur komið heldur óvænt í ljós að Steingrímur getur nálgast hlutina á pragmatískan hátt . Það er hreint ekki öllum gefið en er ómetanlegt fyrir þá sem vilja hafa alvöru áhrif í stjórnmálum .“ Stjórnmálafræðingar hafa ekki legið á liði sínu við að túlka framvindu stjórnmálanna . Hefur einhver þeirra tekið sér fyrir hendur að skýra og skilgreina störf og stefnu Stein gríms J . fyrir og eftir fjármálaráðherradóminn? Eða þá vanvirðu við heiðarleika í stjórn mál um, sem birtist í ofangreindum orðum ritstjóra Fréttablaðsins? Að gefa þennan tón um gæði stjórnmálastarfs er að vísu í góðu sam ræmi við skrif ritstjórarns um viðskiptalífið, þegar fagurgalinn var sunginn um Jón Ásgeir Jóhannesson og föður hans . Jóni Kaldal er greinilega ekkert heilagt, þegar aðild Íslands að ESB er annars vegar . Honum varð að ósk sinni um Steingrím J . í því máli við atkvæðagreiðsluna 16 . júlí á þingi . Í Icesave-málinu hefur Steingrími J . hins vegar gengið verr að halda fast í for- kastanlegan málstað sinn um, að þingi og þjóð beri að kyngja samningum Svavars Gestssonar möglunarlaust . Ögmundur Jónasson, heilbrigðisráðherra, reis gegn þeim Steingrími J . og Svavari í þingflokki vinstri-grænna . Ögmundur gekk í lið með stjórnarandstöðunni í gagnrýni á samn inga Svavars . Umræður um þá hafa leitt sífellt betur í ljós hvílík hrákasmíði samn - ingarnir eru og hve illa hefur verið staðið um hagsmuni þjóðarinnar við gerð þeirra . Steingrímur J . og Jóhanna Sigurðardóttir neyddust til að sætta sig við, að alþingi setti fyrirvara við samningana . Þegar þetta er ritað standa þau enn gegn því, að málið verði tekið upp að nýju við Breta og Hollendinga . Í því efni hefur Steingrímur J . tekið að sér vörn fyrir félaga sinn Svavar Gestsson, sem hann skipaði formann samn- inganefndarinnar með hörmulegum afleið- ingum fyrir þá báða, svo að ekki sé minnst á þjóðarhag . Fjölmiðlar höfðu enga forystu í málefna- legri gagnrýni á Icesave-samningana . Vegna ESB-afstöðu Morgunblaðsins og Frétta blaðs­ ins hafa ritstjórar beggja blaða frá fyrsta degi lagt til, að Icesave-samningarnir yrðu samþykktir óbreyttir . Með vaxandi gagn- rýni og sífellt skýrari rökum fyrir því, hve hættulegir samningarnir eru, hefur tónn inn breyst í ritstjórnargreinum Morgunblaðs­ ins . Blaðið leggur sig þó enn í líma við að gera gagnrýnendur samningsgerðarinnar tor tryggilega . Hefur það til dæmis birst í fréttum þess og ritstjórnargreinum vegna grein ar Kjartans Gunnarssonar, fyrrverandi vara formanns bankaráðs Landsbanka Ís- lands, í blaðinu föstudaginn 14 . ágúst . Steingrímur J . Sigfússon gerði grein Kjart - ans að umtalsefni í ræðu, sem hann flutti að Hól um í Hjaltadal 16 . ágúst . Krafðist Stein- grímur J . þess, að Kjartan bæðist afsökunar í stað þess að segja skoðun sína á Icesave . Þessi krafa er í sama anda og and mæli Álfheiðar Ingadóttur, þingmanns vinstri-grænna, af for- setastóli að kvöldi 21 . ágúst á alþingi, þegar Tryggvi Þór Herberts son, þingmaður Sjálf- stæðisflokksins, notaði orðið „vítavert“ um, hvernig Icesave-málið hefði verið tekið út úr efnahags- og skatta nefnd alþingis . Þegar utanríkismálanefnd ræddi Icesave- málið, skýrðu lögfræðingar Seðlabanka Ís- lands frá efasemdum um gæði samninga Svavars Gestssonar . Þá voru þeir ekki lengi að fara af stað og áttu greiðan aðgang að fjölmiðlum Svavar og Árni Þór Sigurðsson, formaður utanríkismálanefndar, og ráðast á lögfræðingana . Þeir töldu þá raunar marklausa, af því að ekki hefði verið um formlegt álit frá seðlabankanum að ræða . Lagði fréttastofa RÚV lykkju á leið sína
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.