Þjóðmál - 01.09.2009, Blaðsíða 16
14 Þjóðmál HAUST 2009
Þess vegna er lýðræðið okkar svona brothætt
og veikt og ég velti því fyrir mér hvort í
rauninni þurfi ekki að stíga mjög stór skref
til að tryggja sterkari stjórnmálamenn og
minna foringjaræði . Þar gæti komið til
einmenn ings- og tvímenningskjördæmi sem
strax fæða af sér öflugri stjórnmálamenn
og kjark meiri og þar með meiri líkur á því
að sjálfstæði stjórnmálamannanna verði
með þeim hætti að þeir skipist í sveitir
eftir málefnum en ekki fyrirfram gefnum
flokkslínum . Í rauninni að þessi handjárn
foringjanna hverfi og þar með rís Alþingi
úr öskustónni sem æðsta stofnun landsins .
Hið forna þing bauð kónginum byrginn,
þannig virkar lýðræðið . Aðskilnaður lög-
gjafarvalds og framkvæmdavalds þarf að
eiga sér stað á þann hátt að ráðherrar gegni
ekki þingmennsku .“
Þegar Halldór Ásgrímsson ákvað að hætta stjórnmálaþátttöku sumarið
2006 reyndi hann og stuðningsmenn hans
að þvinga Guðna til að hætta líka . Hófst
þá kostuleg hringavitleysa í fjölmiðlum, og
að tjaldabaki, sem átti að tryggja að Finnur
Ingólfsson tæki við formennsku í flokknum .
Þegar ljóst varð að lítill hljómgrunnur var
fyrir endurkomu Finns í stjórnmálin meðal
grasrótarinnar var brugðið á það ráð að kalla
Jón Sigurðsson, þáverandi seðlabankastjóra
og fyrrverandi ritstjóra Tímans, til forystu
í Framsóknarflokknum . Guðni var áfram
varaformaður enda skildi hann ekki
fyllilega af hverju sú krafa var gerð til hans
að hætta þótt Halldór Ásgrímsson vildi láta
af stjórnmálaafskiptum .
„Jón Sigurðsson var auðvitað fyrst og
fremst embættismaður,“ segir Guðni .
„Hann var maður orðinn sextugur og
hafði engan tíma til að skapa sér þá tiltrú
sem þarf . Enda fékk flokkurinn sína verstu
kosn ingu 2007 . Orsakir þess eru reyndar
mjög marg þættar eins og þegar hefur
komið fram og þar verður Jóni ekki einum
kennt um .
Eftir kosningarnar hvarf Jón af vettvangi
og ég tók við formennskunni þar sem ég
var varaformaður flokksins . Þessi niður-
staða var auðvitað óvænt fyrir mig miðað
við það sem á undan var gengið . Ég var
efins um að það skapaðist friður um
mig í Evrópuarminum og jafnvel flokks-
eigendafélaginu sem hafði sig alltaf mikið
í frammi . En stuðningsmenn Halldórs, og
ekki síst Valgerðar Sverrisdóttur, buðu upp
á fullar sættir, trúnað og samstöðu ef hún
fengi að fylgja mér inn í varaformennskuna .
Þannig myndum við stilla saman strengi og
vinna að því að byggja flokkinn upp .