Þjóðmál - 01.09.2009, Blaðsíða 91

Þjóðmál - 01.09.2009, Blaðsíða 91
 Þjóðmál HAUST 2009 89 skemmtileg og aðgengileg lesning og góð yfirsýn yfir skoðanir hans til ýmissa brýnna málefna líðandi stundar, málefna sem varða bæði fortíð, nútíð og framtíð þess Farsældar Fróns sem hann fjallar um . Flest af því sem hann fjallar um skiptir lesandann máli og það er ákveðinn galdur að geta hrifið fólk með sér í jafn fjölbreyttum skrifum og er að finna í bókinni . Hagfræði Pauls Krugmans Paul Krugman: Aftur til kreppuhagfræði: Krísan 2008, Elín Guðmundsdóttir þýddi, Urður bóka félag, Reykjavík 2009, 168 bls . Eftir Heiðar Guðjónsson Paul Krugman er óvenjulegur hag-fræðingur . Hann auglýsir pólitískar skoð anir sínar, hann er óhræddur við sleggju dóma og hann er frábær penni . Hann skrifar texta sem myndi sóma sér vel í hvaða tímariti sem er, enda eru skemmti- leg ar skír skotanir í kvikmyndir, og ýmis legt úr dægurm enningu Bandaríkjanna (sem þýðist þó misvel á íslensku) . Textinn er létt- ur og skemmtilegur . Þýðingin á bók hans er mjög góð og lipur aflestrar . Bókin er hvorki löng né flókin . Þetta er ágætis yfirferð um helstu atburði í heims- búskapnum og á fjármálamörkuðum frá árinu 1982 og hægt er að lesa sér til um þetta atburðaríka skeið á einni góðri kvöld- stund . Krugman er harður Keneysisti . Það má þó deila um hvað Keynes hefði fundist um skrif hans og ég er viss um að honum hefði mislíkað margt . Ég þekkti auðvitað ekki Keynes, ekki frekar en Krugman, en rit hans eru margræð og má túlka á ýmsan hátt . Það er þó ljóst að Keynes lifði á allt öðrum tíma en nú er . Þegar hann skrifar höfuðrit sitt 1936 er hlutur hins opinbera af þjóðarframleiðslu langt fyrir neðan 20% en hafði fyrir stríð verið um 12% . Þegar Keynes fer til Bandaríkjanna til að gefa stjórn völdum ráð um hvernig þau eigi að vinna bug á efnahagskreppunni er hlutur hins opinbera um 10% af þjóðarbúskap Banda ríkjanna . Keynes vildi alltaf að gangverk markaðarins réði ferðinni og myndi í dag, þegar hlutur hins opinbera af hagkerfinu er kominn yfir 50%, líkt og á Íslandi og í mörgum öðrum löndum, ekki leggja til enn frekari ríkisútgjöld . Einnig var Keynes harður á því að gullfótur væri besti gjaldmiðillinn þegar til lengri tíma væri litið, en Krugman lítur fram hjá því . Krugman telur að kapítalisminn hafi sigrað og í dag efist enginn um markaðs skipulag og eignarrétt . Það er í mótsögn við ósk hans um meiri ríkisafskipti og þá staðreynd að stærstu þjóðir OECD eru núna með ríkið sem helmingsþátttakanda í hagkerfinu . Eins er langt síðan einkafyrir tæki voru lang- stærstu fyrirtæki heims . SARAMCO, rík is- olíufyrirtæki Saudi-Arabíu er með 10 falda framleiðslu á olíu á við EXXON-Mobile, sem er eitt stærsta einkafyrirtæki heims og lang stærsta einkarekna olíufyrirtækið . Stærstu fjárfest ingar sjóðir heims eru einnig ríkis sjóðir, svo sem Seðlabanki Kína, ADIA sem er fjárfestingasjóður Abu Dhabi, Temasek frá Singapore og CALPERS, líf- eyris sjóður starfsmanna Kaliforníufylkis . Ég á bágt með að sjá þetta sem ótvíræðan sigur kapítalismans . Keynesistar eru ekki sammála peninga- magnssinnum (e . monetarists), en af þeim er Milton Friedman hvað þekktastur . Í kafl anum „Hvernig alþjóðlega myntkerfið virk ar“ er sérkennileg söguskoðun á þróun mynt kerfis heimsins . Frekar en að kenna styrjöldum um niðurbrot gullfótarins er vísað til pólitískrar misbeitingar, sem væri auðvitað ekki möguleg ef um hreinan gull-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.