Þjóðmál - 01.09.2009, Blaðsíða 70

Þjóðmál - 01.09.2009, Blaðsíða 70
68 Þjóðmál HAUST 2009 Reykjavíkur, tók að sér verkefni fyrir Stasi á námsárum sínum .39 Ekki er vitað, hvort einhverjir og þá hversu margir tóku að sér verkefni fyrir leynilögreglur annarra komm- únistalanda . Aðstoðarforstjóri norsku leyni- þjónustunnar sagði vegna máls norska em- bættis mannsins Arne Treholt, sem barðist hart fyrir kjarnorkuvopnalausum Norður- lönd um á níunda áratug og var handtekinn í ársbyrjun 1984 fyrir njósnir og dæmdur í 20 ára fangelsi, að líklega störfuðu um 90 njósnarar og flugumenn kommúnistaríkj- anna í Noregi um þær mundir .40 6 . Hvað vissu íslenskir kommúnistar um kúgunina í kommúnistaríkjunum? Danski sagnfræðingurinn Morten Thing, sem stóð hreyfingu kommúnista nærri, nefnir í umsögn um Svartbók komm ún­ ismans Halldór Kiljan Laxness, sem var áhrifamikill í röðum kommúnista í Dan- mörku .41 Augljóst er af Skáldatíma 1963, þar sem Laxness lýsti ferðum sínum til Ráðstjórnarríkjanna á fjórða áratug á allt annan hátt en í ferða bókum sínum frá því tímabili, að hann hafði vitneskju um hörmungarástandið þar eystra, en skýrði ekki frá því og sagði raunar stundum beinlínis ósatt . Eitt dæmi var flökkubörnin, besprízorní, sem misst höfðu eða orðið viðskila við foreldra sína og fóru um í stórum hópum í leit að mat . Í ferðabók frá 1932 fullyrti Laxness, að slík flökkubörn væru nú horfin úr Ráðstjórnarríkjunum .42 39 „Íslenskir námsmaður njósnaði fyrir Stasi,“ Mbl. 7 . febrúar 1995 . 40 „Treholt vildi fá Evensen sem formann Verkamanna- flokksins,“ Mbl. 1 . febrúar 1984; „„Niðurstaðan lýsir fremur dómurunum en sekt minni“,“ Mbl. 21 . júní 1985 . 41 Morten Thing: „Forbrydelser, terror, undertrykkelse,“ Arbejderhistorie, nr . 3 (1998), 64 .–71 . bls . 42 Halldór Kiljan Laxness: Í austurvegi, 22 .–23 . bls . Skrifað hafði verið um þessi flökkubörn á Íslandi, t . d . „Píslarsaga munaðarlausra barna í Rússlandi,“ Lesbók Í Skáldatíma skrifaði hann hins vegar: „Ég sá þessa aumíngja bera fyrir oft og mörg- um sinnum, einkum í úthverfum, fáför- ul um almenníngsgörðum eða meðfram járn braut arteinum .“43 Í ferðabókinni frá 1932 fór Laxness lofsamlegum orðum um stjórnarfarið . Í Skáldatíma sagði hann hins vegar frá manni frá Síberíu, sem heimsótt hefði herbergisfélaga sinn í Moskvu haustið 1932: „Þær sögur sem hann sagði meistaranum gamla í hljóðskrafi, og ég komst ekki hjá að hlusta á að hálfu leyti, voru allar um hrollvekjandi ástand, mistök neyð slysfarir hryðjuverk .“44 Frægast er, að Laxness var staddur við handtöku barns móður Benjamíns Eiríkssonar, Veru Hertzsch, í Moskvu fyrir engar sakir vorið 1938, en minntist ekki á það í ferðabók frá 1938 og ekki fyrr en í Skáldatíma . Hér má síðan bæta við, að rússneskukennari Laxness á stríðsárunum, Teodoras Bielackinas, var ættaður frá Litháen og Rússlandi og sagði honum margt af illu hlutskipti Eystrasaltsþjóða undir oki Stalíns (auk þess sem hann skrifaði um það greinar í Morgunblaðið) .45 Góðkunningi Laxness, Zdenek Nemecek, sem var sendiherra Tékkóslóvakíu í Danmörku fram að valdaráni kommúnista á útmánuðum 1948, hitti hann í Kaupmannahöfn haustið eftir og rakti raunir sínar og landa sinna .46 Aðrir helstu forystumenn íslenskra kommúnista hljóta að hafa vitað jafnvel af kúguninni í kommúnistaríkjunum og Morgunblaðsins 13 . og 20 . september 1931 . 43 Halldór Laxness: Skáldatími (Rvík 1963), 138 . bls . 44 Halldór Laxness: Skáldatími, 143 . bls . 45 Teodoras Bieliackinas: „Flóttamennirnir frá Eystrasalt- slöndunum,“ Mbl. 18 . desember 1945; „Athugasemd,“ Mbl. 4 . janúar 1946; „Níu spurningar til Hendriks Ottóssonar,“ Mbl. 27 . janúar 1946; „Bak við „járntjaldið“,“ Mbl. 2 . og 3 . ágúst 1946; „Undirokun smáþjóðar, Byron og Þórbergur Þórðarson,“ Mbl. 8 . ágúst 1946; „Reiður Rússavinur með rangan málstað,“ Mbl. 17 . ágúst 1946; „Sannleikurinn um Eystrasaltslöndin,“ Mbl. 27 . og 28 . ágúst 1946 . 46 Edda Andrésdóttir: Á Gljúfrasteini (Rvík 1985), 70 . bls . Sbr . Hannes H . Gissurarson: Laxness (Rvík 2005), 9 . bls .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.