Þjóðmál - 01.09.2009, Blaðsíða 70
68 Þjóðmál HAUST 2009
Reykjavíkur, tók að sér verkefni fyrir Stasi
á námsárum sínum .39 Ekki er vitað, hvort
einhverjir og þá hversu margir tóku að sér
verkefni fyrir leynilögreglur annarra komm-
únistalanda . Aðstoðarforstjóri norsku leyni-
þjónustunnar sagði vegna máls norska em-
bættis mannsins Arne Treholt, sem barðist
hart fyrir kjarnorkuvopnalausum Norður-
lönd um á níunda áratug og var handtekinn
í ársbyrjun 1984 fyrir njósnir og dæmdur í
20 ára fangelsi, að líklega störfuðu um 90
njósnarar og flugumenn kommúnistaríkj-
anna í Noregi um þær mundir .40
6 .
Hvað vissu íslenskir kommúnistar um kúgunina í kommúnistaríkjunum?
Danski sagnfræðingurinn Morten Thing,
sem stóð hreyfingu kommúnista nærri,
nefnir í umsögn um Svartbók komm ún
ismans Halldór Kiljan Laxness, sem var
áhrifamikill í röðum kommúnista í Dan-
mörku .41 Augljóst er af Skáldatíma 1963,
þar sem Laxness lýsti ferðum sínum til
Ráðstjórnarríkjanna á fjórða áratug á allt
annan hátt en í ferða bókum sínum frá
því tímabili, að hann hafði vitneskju um
hörmungarástandið þar eystra, en skýrði
ekki frá því og sagði raunar stundum
beinlínis ósatt . Eitt dæmi var flökkubörnin,
besprízorní, sem misst höfðu eða orðið
viðskila við foreldra sína og fóru um í
stórum hópum í leit að mat . Í ferðabók frá
1932 fullyrti Laxness, að slík flökkubörn
væru nú horfin úr Ráðstjórnarríkjunum .42
39 „Íslenskir námsmaður njósnaði fyrir Stasi,“ Mbl. 7 .
febrúar 1995 .
40 „Treholt vildi fá Evensen sem formann Verkamanna-
flokksins,“ Mbl. 1 . febrúar 1984; „„Niðurstaðan lýsir
fremur dómurunum en sekt minni“,“ Mbl. 21 . júní 1985 .
41 Morten Thing: „Forbrydelser, terror, undertrykkelse,“
Arbejderhistorie, nr . 3 (1998), 64 .–71 . bls .
42 Halldór Kiljan Laxness: Í austurvegi, 22 .–23 . bls .
Skrifað hafði verið um þessi flökkubörn á Íslandi, t . d .
„Píslarsaga munaðarlausra barna í Rússlandi,“ Lesbók
Í Skáldatíma skrifaði hann hins vegar: „Ég
sá þessa aumíngja bera fyrir oft og mörg-
um sinnum, einkum í úthverfum, fáför-
ul um almenníngsgörðum eða meðfram
járn braut arteinum .“43 Í ferðabókinni frá
1932 fór Laxness lofsamlegum orðum um
stjórnarfarið . Í Skáldatíma sagði hann hins
vegar frá manni frá Síberíu, sem heimsótt
hefði herbergisfélaga sinn í Moskvu
haustið 1932: „Þær sögur sem hann sagði
meistaranum gamla í hljóðskrafi, og ég
komst ekki hjá að hlusta á að hálfu leyti,
voru allar um hrollvekjandi ástand, mistök
neyð slysfarir hryðjuverk .“44 Frægast er,
að Laxness var staddur við handtöku
barns móður Benjamíns Eiríkssonar, Veru
Hertzsch, í Moskvu fyrir engar sakir vorið
1938, en minntist ekki á það í ferðabók
frá 1938 og ekki fyrr en í Skáldatíma . Hér
má síðan bæta við, að rússneskukennari
Laxness á stríðsárunum, Teodoras
Bielackinas, var ættaður frá Litháen og
Rússlandi og sagði honum margt af illu
hlutskipti Eystrasaltsþjóða undir oki Stalíns
(auk þess sem hann skrifaði um það greinar
í Morgunblaðið) .45 Góðkunningi Laxness,
Zdenek Nemecek, sem var sendiherra
Tékkóslóvakíu í Danmörku fram að
valdaráni kommúnista á útmánuðum 1948,
hitti hann í Kaupmannahöfn haustið eftir
og rakti raunir sínar og landa sinna .46
Aðrir helstu forystumenn íslenskra
kommúnista hljóta að hafa vitað jafnvel
af kúguninni í kommúnistaríkjunum og
Morgunblaðsins 13 . og 20 . september 1931 .
43 Halldór Laxness: Skáldatími (Rvík 1963), 138 . bls .
44 Halldór Laxness: Skáldatími, 143 . bls .
45 Teodoras Bieliackinas: „Flóttamennirnir frá Eystrasalt-
slöndunum,“ Mbl. 18 . desember 1945; „Athugasemd,“ Mbl.
4 . janúar 1946; „Níu spurningar til Hendriks Ottóssonar,“
Mbl. 27 . janúar 1946; „Bak við „járntjaldið“,“ Mbl. 2 . og
3 . ágúst 1946; „Undirokun smáþjóðar, Byron og Þórbergur
Þórðarson,“ Mbl. 8 . ágúst 1946; „Reiður Rússavinur með
rangan málstað,“ Mbl. 17 . ágúst 1946; „Sannleikurinn um
Eystrasaltslöndin,“ Mbl. 27 . og 28 . ágúst 1946 .
46 Edda Andrésdóttir: Á Gljúfrasteini (Rvík 1985), 70 . bls .
Sbr . Hannes H . Gissurarson: Laxness (Rvík 2005), 9 . bls .