Þjóðmál - 01.09.2009, Blaðsíða 37

Þjóðmál - 01.09.2009, Blaðsíða 37
 Þjóðmál HAUST 2009 35 setja efnahagslega fyrirvara sem skilyrði fyrir ríkisábyrgðinni . Í þjóðhagslegu samhengi er alveg sama hvernig á það er litið að ef þjóð þarf að borga sem nemur hátt í fjárlögum eins árs hefur það víðtækar afleiðingar fyrir starfsemi þjóðarbúsins . Skiptir engu þó borgað sé á löngum tíma, afleiðingin er undir öllum kringumstæðum meirihátt- ar kaupmáttarskerðing . Sætir furðu hve Jóhanna Sigurðardóttir og Stein grím ur J . Sigfússon hafa látið sig þetta litlu varða . Þau eyða mestu púðri í að kenna Sjálf- stæðisflokknum og síðustu ríkis stjórn inni sem hann veitti forystu um það sem aflaga hefur farið . Vill þá gleymast að Jóhanna og flokkur hennar, Samfylkingin, sátu í þeirri ríkisstjórn . Gagnrýni á samningana hefur komið úr öllum flokkum . Sú gagnrýni sem hefur komið fram úr armi Ingibjargar Sólrúnar innan Samfylkingarinnar, m .a . frá Helgu Jónsdóttur og Kristrúnu Heimisdóttur, sýnir að sá armur telur að Svavar, Stein- grímur og Jóhanna hafi klúðrað málinu . Var grein Kristrúnar sérstaklega hörð og vart hægt að túlka hana öðruvísi en sem árás á Össur Skarphéðinsson, Jóhönnu og Steingrím J . Líklega er verið að leggja grunninn að því að Ingibjörg snúi aftur í stjórnmálin . Hvernig og hversu mikið er borgað? Liggur ekki beint við að greiða skuldir Lands bankans með eignum bankans . Mörg um þykir þetta sjálfsagt mál, en ekki ís lensku samninganefndinni . Samn inga- nefndin virðist hafa samið af sjálfs dáðum og án skyldu um að breyta kröfuhafa röð- inni gagnvart þrotabúi Landsbankans með sérstöku hliðarsamkomulagi sem fékkst ekki gert opinbert fyrr en eftir mikla eftirfylgni . Var þá orðið ljóst að samninganefndin sjálf áttaði sig á því að starf hennar þoldi ekki dagsljósið . Reynt var ítrekað að koma í veg fyrir að alþingismenn og almenningur fengju öll skjöl málsins í hendur . Gekk Indriði Þorláksson svo langt að hann sagði ósatt í frétt Morgunblaðsins þegar hann hélt því fram að ekkert hefði verið samið um kröfuhafaröðina . Í sömu frétt var talað við Eirík Tómasson prófessor og birtur kafli úr samningnum um nákvæmlega þetta atriði . Sendi ég Indriða og yfirmanni hans Steingrími J . Sigfússyni tölvupóst þar sem ég óskaði eftir skýringum á þessu . Engin voru svörin . Samningurinn er ekki í samræmi við ís lensk lög . Eignum Landsbankans á að að ráðstafa í samræmi við íslensk lög og venjur um gjaldþrotaskipti . Úr þrotabúi Landsbankans skal úthlutað upp í for- gangskröfu innistæðueigandans . Sú krafa er forgangskrafa samkvæmt gjald þrota - skipta lögunum . Greiðsla íslenska trygg- inga sjóðs ins upp í kröfuna jafngildir allt að 20 .887 evrum samkvæmt lögum um sjóðinn . Við greiðsluna „yfirtekur hann [tryggingasjóðurinn] kröfu kröfu hafa á hendur“ Landsbankanum . Þessu til viðbótar, sé dæmi tekið af Bretlandi, greiða bresk stjórnvöld innistæðueigandanum sam kvæmt breskum reglum allt umfram 20 .887 evrur og að 50 .000 pundum og innleysa frá innistæðueigandanum sam- svar andi hluta kröfunnar . Krafa umfram 50 .000 pund verður áfram forgangskrafa inni stæðueigandans en nýtur ekki trygg- ingar . Íslenski tryggingasjóður inn ábyrgist þannig aðeins fyrstu 20 .887 evrurnar en ekkert umfram það . Þessi aðferðafræði við úthlutun var staðfest með áliti hæstaréttarlögmannanna Harðar F . Harðarsonar og Ragnars H . Hall hjá Mörkinni – lögmannsstofu . Innlausn erlendra ríkja á innistæðukröfum skiptir ekki máli og ekki heldur setning hinna
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.