Þjóðmál - 01.09.2009, Blaðsíða 29

Þjóðmál - 01.09.2009, Blaðsíða 29
 Þjóðmál HAUST 2009 27 Fjölmargt hefur verið ritað og rætt um þá sérstæðu atburði sem áttu sér stað í íslensku samfélagi síðustu mánuði og sagan vitnar nú um . Ýmislegt af því sem lagt hefur verið til málanna hefur verið á málefnalegum grunni reist, en því miður má benda á margt í umræðunni sem betur hefði aldrei komið fyrir sjónir landsmanna . Vissulega er öllum frjálst að tjá skoðanir sínar og miðla þeirri sýn sem reynsla þeirra og staða gerir þeim kleift að vega og meta, en það þýðir ekki endilega að allar séu þær af hinu góða . Menn hafa ekki varið tjáningarfrelsið með oddi og egg einvörðungu vegna góðra skoðana, heldur vegna þess frelsis sem hverjum manni er ætlað að njóta til orðs og æðis . Svo djúpstæð áhrif hefur fall bankanna og þjóðfélagskreppan sem því fylgdi haft, að nokkrar bækur hafa nú þegar litið dagsins ljós sem taka á þessum ógnvænlega samtímaviðburði . Þær eru misjafnar að stærð og gerð og margt bendir til þess að mark mið þeirra sé ólíkt . Í þessari grein er ekki ætlun in að brjóta til mergjar efni og innihald þeirra sem slíkra, heldur gera að umfjöllunarefni grein sem birtist í Fréttablaðinu hinn 18 . júní síðastliðinn og bar yfirskriftina „Fjórar bækur um hrun“ . Þar skrifar Þorvaldur Gylfason, prófessor, pistil um fjórar bækur sem komið hafa út á síðustu misserum . Gerir hann þeim skil á sína vísu . Tel ég að útlistun hans og umfjöllun sé mjög ábótavant og að gagnrýni hans sé í hæsta máta ómálefnaleg . Bendir margt til þess að gagnrýni hans beinist fremur að ákveðnum persónum en því innihaldi sem bækurnar hafa að geyma . Er sú gagnrýni afar persónuleg og gerir allt annað en að gefa rétta mynd af umfjöllunarefni bókanna . Bækurnar fjórar Í fyrsta lagi fjallar Þorvaldur um bók Ólafs Arnarsonar, Sofandi að feigðarósi, en hún hefur vakið mikla athygli fyrir efnistök og þær ályktanir sem höfundur dregur af ástæðum þess að svo fór sem fór . Þá tekur hann til umfjöllunar bók sagnfræðingsins dr . Guðna Th . Jóhannessonar sem ber titilinn Hrunið . Hún er viðamest þeirra bóka sem út hafa komið um hinar efnahagslegu hamfarir . Þriðja bókin sem Þorvaldur nefnir til sögunnar er svo bók Þorkels Sigurlaugssonar, Ný framtíðar sýn, en af ýmsum ástæðum er umfjöllunin um hana mjög einkennileg og mun ég gera það að sérstöku umtalsefni hér að neðan . Að lokum fjallar Þorvaldur um bók Jóns Stefán Einar Stefánsson Málefnalegt manngreinarálit?
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.