Þjóðmál - 01.09.2009, Blaðsíða 25
Þjóðmál HAUST 2009 23
en orðræða fullveldis fékk strax nóg verk-
efni í átökum við ágenga Evrópusinna í
Samfylkingunni . Stefnuyfirlýsing Vg tók
af öll tvímæli um afstöðu flokksins til inn-
göngu í Evrópusambandið:
Samskipti við Evrópusambandið ber
að þróa í átt til samninga um viðskipti og
sam vinnu, m .a . á sviði menntamála, vinnu-
markaðsmála og umhverfismála . Hugs-
an legur ávinningur af aðild Íslands að
Evrópusambandinu réttlætir ekki frekara
framsal á ákvörðunarrétti um mál efni
íslensku þjóðarinnar og er aðild að Evrópu-
sambandinu því hafnað . Hagsmunir fjár-
magns og heimsfyrirtækja eru í alltof rík-
um mæli drifkraftar Evrópusamrunans,
miðstýring, skrifræði og skortur á lýðræði
einkenn ir stofnanir þess um of .
Árangur vinstri grænna í kosningum
var frambærilegur og allt upp í að vera
góður . Flokkurinn staðfesti sig sem full-
veðja andstöðuflokkur og færði nátt-
úruvernd og umhverfisvernd ofarlega á
dag skrá stjórnmálanna . Núningur við
Sam fylkinguna var nokkur til að byrja
með en flokkarnir því sem næst sættust á
að Samfylkingin yrði eldra systkinið með
meira undir sér en Vg óflekkaðra af aug-
lýsingaskrumi og afsláttarpólitík . Virtust
báðir ætla vel við að una .
Vinstri grænir fengu smjörþefinn af klækja stjórnmálum þegar þeir í októb-
er 2007 mynduðu skammlífan meirihluta í
Reykjavík með Framsóknarflokki Björns
Inga Hrafnssonar, Frjálslynda flokknum
og Samfylkingunni . Björn Ingi sagði sig
skömmu áður frá meirihlutasamstarfi við
Sjálfstæðisflokkinn þegar REI-málið sigldi
í strand en aldrei í sögunni hafði borgar-
stjórnarmeirihluti sprungið . Stjórnmála-
klækir haustsins fór í hring, frjálslyndir
sprengdu vinstri meirihlutann, Ólafur F .
Magnússon varð borgarstjóri í skjóli Sjálf-
stæðisflokksins sem gafst fljótlega upp á
frjálslynda borgarfulltrúanum . Í ágúst 2008
tóku Framsóknarflokkur án Björns Inga og
Sjálfstæðisflokkur saman á ný .
Nærtæk ályktun farsans í borgarstjórn
Reykjavíkur 2007–2008 var að klækja-
stjórn mál væru ekki á vetur setjandi . Vinstri
grænir virðast hins vegar komast að annari
niður stöðu .
Vettvangur borgarstjórnar varð að
jaðarstjórnmálum við hrunið og landsmálin
tóku sviðið . Eftir „guð blessi Ísland“-ræðu
Geirs H . Haarde forsætisráðherra í byrjun
Má birta mynd af Steingrími J . Sigfússyni
– holdgervingi klækjastjórnmálanna – þegar
fjallað er um hann með neikvæðum hætti?
Frægt varð fyrir síðustu alþingis kosn ingar
þegar hann hótaði að siga lögfræð ingum á
menn sem birtu mynd af honum í auglýsingu
þar sem rifjuð voru upp hans eigin orð!