Þjóðmál - 01.09.2009, Blaðsíða 52

Þjóðmál - 01.09.2009, Blaðsíða 52
50 Þjóðmál HAUST 2009 hins vegar hundruð milljóna fólks sem hafa lítið umfram nauðþurftir . En í BBC-þætti nýverið var greint frá því að síðan Maó kvaddi heiminn og hin nýja stjórnarstefna hélt innreið sína hafi Kínverjum undir fátæktarmörkum fækkað úr 240–250 milljónum í rúmlega 40 milljónir . Þótt stöðugt fækki þannig þeim sem berjast í bökkum til að brauðfæða sig skipta þeir samt enn nokkrum tugum milljóna . Vegna lágra meðaltekna þess manngrúa sem byggir Kína flokkast landið enn sem þróunarríki . En kaupmáttur svo margra hefur vaxið svo mikið að kínverski mark- aðurinn er afar fýsilegur fyrir alla sem þangað hafa e-ð að selja, vörur eða þjónustu . Margar hendur vinna létt verk Það sem kínversk stjórnvöld einsetja sér að hrinda í framkvæmd sér gjarna dagsins ljós með ótrúlegum hraða . Samgöngubætur í Peking eru dæmi um þetta . Vinnuaflið skortir ekki . Um áramótin 2002–3 voru teknir til starfa um 4000 verkamenn á vöktum allan sólarhringinn við að koma upp nýju risavöxnu Óperuhúsi í hjarta Pek ingborgar, nýtískulega hönnuðu af frönsk um arkitekt . Því var valinn staður í grennd við gömlu keisarahallirnar, For- boðnu borgina svonefndu og Alþýðu- höllina miklu við Torg hins himneska friðar . Óperuhúsið er nú tekið til starfa . Gífurleg mannvirki hafa á sama tíma risið í tengslum við Ólympíu leikana 2008 í Peking . Staðhæft hefur verið að hvergi séu fleiri byggingakranar á hreyfingu en í framsæknustu kínversku borgunum . Í Kína sannast eins og vænta má betur en á nokkrum öðrum stað hið gamalkunna – að margar hendur vinna létt verk . Þær setja mark sitt á framkvæmdahraða og fá áætlan ir oftast til að standast . Stjórnarfarið þróast – en völdin áfram hjá Kommúnistaflokknum En það er fleira en efnahagslífið sem verið hefur á hreyfingu í Kína . Menn spyrja gjarna – og ekki að ástæðulausu – um þróun stjórnarfarsins . Alltaf er býsna mikið um harða gagnrýni á kínverskt stjórnarfar og ástand mannréttindamála í Kína í vestrænum fjölmiðlum . Sumt af gagnrýn- inni er réttmætt – en ýmsar breytingar til bóta hafa líka átt sér stað . Áður en nefnd eru dæmi um breyting- ar til bóta er vert að árétta að áfram fer Kommúnistaflokkur Kína með næstum alræðisvald í landinu . Framkvæmda ráð – politbureau – miðstjórnar flokksins með að al ritarann í broddi fylkingar er valda mest stofnun þjóðfélagsins . Hu Jintao, for seti Kína, er valdamesti maður þjóðar innar í krafti leiðtogastöðu sinnar í flokknum – en ekki vegna þjóðhöfðingja embættisins . Og athyglisvert er að stjórnmála flokk arnir átta, aðrir en Kommúnista flokk uri nn, sem til eru í Kína og eiga fulltrúa á svo nefndu Ráðgjafarþingi þjóðarinnar hafa það yfir- lýsta hlutverk að aðstoða Kommúnista- flokk inn við stjórn landsins . Þeir starfa sem sagt ekki á jafnréttisgrundvelli og er býsna þröngur stakkur sniðinn . Félagafrelsi í landinu eru settar skorður sem hindra að vaxið geti upp fjöldahreyfingar sem Komm- únistaflokkurinn hefur ekki stjórn á . Unnið hefur verið að breytingum á Komm únistaflokknum sem tryggi að hann geti um ókomna tíð haldið stöðu sinni sem leiðandi stjórnmálaafl landsins . Í flokknum voru 2004 taldir nálægt 66 milljón félagar . Hann hefur verið opnaður fyrir t .d . kaupsýslumönnum og nánast gerður að flokki allra stétta . Stefna flokksins hefur einnig verið endurnýjuð . Er þríþættur kjarni hennar nú sá, að flokkurinn skuli ávalt kappkosta að gæta
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.