Þjóðmál - 01.09.2009, Qupperneq 63

Þjóðmál - 01.09.2009, Qupperneq 63
 Þjóðmál HAUST 2009 61 nasisti . Frá stríðslokum hefur þessum áfellisdómi yfir nasismanum ekki verið áfrýjað í vestrænum lýðræðisríkjum . Flest netfyrirtæki banna til dæmis nasistaáróð- ur á vefjum sínum . Víða varðar jafnvel við lög að setja opinberlega fram efasemdir um helför gyðinga .3 Hin almenna, for- takslausa (og vissulega réttmæta) for dæm- ing á nasisma er viðtekin jafnt á Íslandi og annars staðar . Stéphane Courtois efast ekki um, að dómur sögunnar yfir nasismanum sé réttur . En hann spyr, hvers vegna sami dómur hafi ekki verið kveðinn upp yfir kommúnismanum . Hann kann ýmsar skýringar á því . Ein er auðvitað, að kommúnisminn beið ekki sama skyndilega ósigur og nasisminn, svo að upplýsingar um ógnarstjórn kommúnista voru ekki dregnar fram í dagsljósið á ógleymanlegan hátt, eins og gert um ódæði nasista í stríðslok og þá ekki síst í Nürnberg- réttarhöldunum . Náskyld þessari skýringu er önnur: Öflugir kommúnistaflokkar störf uðu víða á Vesturlöndum eftir stríð, og margir áhrifamiklir menntamenn höfðu samúð með kommúnisma . Þeim hentaði lítt að taka glæpi kommúnista á dagskrá . Gyðingar þreyttust hins vegar ekki á að minna mannkynið á helförina . Þá er komið að þriðju skýringunni: Glæpir nasista, sérstaklega þjóðarmorðið á gyðingum, greyptust svo í minni mannkyns, að allt annað virtist blikna við hlið þeirra . 2 . Ekki eru allir sammála Stéphane Courtois . Tveir meðhöfundar hans að Svartbók kommúnismans, Nicolas Werth og Jean-Louis Margolin, höfnuðu því til 3 Sbr . „David Irving dæmdur: Fékk þriggja ára dóm,“ Fréttablaðið 21 . febrúar 2006 . Irving þessi hafði hafnað því, að helförin hefði verið farin, en sú skoðun er refsiverð í Austurríki . dæmis opinberlega, að jafna mætti saman kommúnisma og nasisma . Andmælendur Courtois beita margvíslegum rökum . Tvenn snúa að tölum hans . Í fyrsta lagi er fullyrt, að Courtois hafi ofmetið fjölda fórnarlamba kommúnismans . Werth og Margolin telja til dæmis, að 85 milljónir manna hafi týnt lífi af völdum kommúnista, ekki hátt í 100 milljónir manna, eins og Courtois haldi fram .4 Því má svara til, að kommúnisminn væri eftir sem áður blóðugasta stjórnmála- hreyfing sögunnar, þótt „aðeins“ hefðu fallið 85 milljónir manna hans vegna . Raunar eru aðrir þeirrar skoðunar, að Courtois hafi frekar vanmetið en ofmetið mannfall vegna hungursneyða í Ráðstjórnarríkjunum og Kína .5 Í öðru lagi segja sumir andmælendur Courtois, að hann hafi vanmetið fjölda fórn ar lamba nasismans . Þar sem Hitler hafi hleypt af stað síðari heimsstyrjöldinni, verði að telja alla þá með, sem í henni féllu . Auk þess hljóti sagnfræðingar að taka tillit til þess, að nasistar og bandamenn þeirra hafi aðeins ráðið ríkjum í hálfan annan áratug . Því má svara til, að nasisminn yrði þrátt fyrir þessa endurskilgreiningu á fórnarlömbum hans ekki eins mannskæður og kommúnisminn . Enn fremur ber að minna á, að Hitler og Stalín hleyptu í sameiningu af stað síðari heimsstyrjöldinni, þegar þeir gerðu með sér griðasáttmála í ágúst 1939 . Skömmu eftir að Hitler réðst inn í Pólland vestan megin, réðst Stalín inn í Pólland austan megin . Hann sendi her sinn um svipað leyti inn í Eystrasaltslöndin og Finnland . Sökin á stríðinu var ekki síður kommúnista en nasista . Tölum blæðir ekki . Þær vekja aðeins 4 Nicolas Werth og Jean-Louis Margolin: „Un chiffrage des victimes du communisme …“ [Tölur um fórnarlömb kommúnismans …], Le Monde 14 . nóvember 1997 . 5 Sjá t . d . Robert Conquest: The Harvest of Sorrow: Soviet Collectivization and the Terror­Famine (New York 1986) og Jasper Becker: Hungry Ghosts: Mao’s Secret Famine (New York 1998, 2 . útg .) .
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100

x

Þjóðmál

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.