Þjóðmál - 01.09.2009, Blaðsíða 11
Þjóðmál HAUST 2009 9
Ólaf Ragnar til liðveislu, svo að mynda
mætti minnihlutastjórn .
Þegar svikin við Sjálfstæðisflokkinn voru
um garð gengin, tóku liðsmenn ríkis-
stjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur til við
það með aðstoð framsóknarmanna að ausa
svívirðingum yfir Sjálfstæðisflokkinn . Til-
gang urinn var að gera út af við flokkinn í
kosn ingunum 25 . apríl 2009 .
Þingflokkur sjálfstæðismanna veitti
svo öfluga mótspyrnu gegn tilraun um
minnihlutastjórnarinnar og framsóknar-
manna til að svipta alþingi stjórnar skrár-
valdinu, að Jóhanna Sigurðardóttir varð að
láta í minni pokann .
Eftir þingkosningar og myndun meiri-
hlutastjórnar Jóhönnu Sigurðardóttur 10 .
maí 2009 hefur það komið í hlut stjórn-
ar andstöðunnar, sjálfstæðismanna, fram-
sókn armanna og þingmanna Borgara hreyf-
ingarinnar, að aðstoða ríkisstjórnina við að
afgreiða stærstu mál hennar á þingi, það
er aðildarumsókn að Evrópusamband inu
(ESB) 16 . júlí og síðan að koma Icesave-
málinu í gegnum þingið .
Sjálfstæðismenn fluttu tillögu í ESB-
málinu um tvöfalda þjóðaratkvæðagreiðslu,
það er að borið yrði undir þjóðina, hvort
sækja ætti um aðild að ESB . Þessi tillaga var
felld með 32 atkvæðum gegn 30 hinn 16 .
júlí . Sannaði stuðningur við tillöguna, að
sjálfstæðismönnum hefur á þingi tekist að
brjótast út úr því ástandi, að litið væri á þá
sem pólitískt holdsveika .
Í Icesave-málinu hafa forystumenn Sjálf-
stæðisflokksins á þingi átt náið samstarf við
Ögmund Jónasson, heilbrigðisráðherra . Ög-
mundur hefur farið fyrir þeim innan þing-
flokks vinstri-grænna, sem lögðust gegn
Icesave-samningunum, sem Svavar Gests -
son, sendiherra, gerði í umboði Stein gríms
J . Sigfússonar, fjármálaráðherra og for manns
vinstri-grænna .
Samfylkingarfólki og spunameisturum
þeirra líkar ekki þessi samvinna manna úr
ríkisstjórnarliðinu með sjálfstæðismönnum .
Ég hef gagnrýnt sjálfstæðismenn á þingi
fyrir að leggja ríkisstjórninni lið í hennar
erfiðustu málum . Þessi gagnrýni var hent
á lofti af Þóru Kristínu Ásgeirsdóttur,
stjórn málafréttaritara mbl.is, og leitaði hún
aðstoðar Gunnars Helga Kristinssonar,
prófessors í stjórnmálafræði við Háskóla
Íslands, sem taldi skoðun mína til marks um,
að „skrímsladeild“ Sjálfstæðisflokksins mætti
sín enn nokkurs . Þetta orðaval prófess ors ins
endurspeglar það andrúmsloft, að leyfilegt
sé að tala niður til sjálfstæðismanna, þeir
eigi ekki annað skilið . Gunnar Helgi leggst
þarna á sveif með málsvörum Baugs manna,
þegar þeir tala um „náhirð Davíðs“ .
III .
Skilningur á því, að flokkspólitískir and stæðingar sjálfstæðismanna leitist
við að koma höggi á flokk þeirra, afsakar
ekki hina bjöguðu pólitísku fréttamennsku
í landinu, hvort sem hún er stunduð af
fjölmiðlamönnum, álitsgjöfum eða þeim,
sem taldir eru til fræðimanna .
Steingrímur J . Sigfússon sýnir mesta
pólitíska tvöfeldni um þessar mundir . Hann
gengur á bak orða sinna í kosningabarátt-
unni fyrir 25 . apríl og stjórnmálabaráttu
sinni fyrir ráðherradóminn 1 . febrúar á
þann veg, að ekki verður til neins jafnað í
stjórn málasögu samtímans . Fyrir þetta er
hann mærður af fjölmiðlamönnum .
Jón Kaldal, ritstjóri Fréttablaðsins,
sagði í leiðara blaðs síns 11 . júlí 2009,
að Steingrímur J . Sigfússon hefði stigið
afger andi fram sem „hinn sterki leiðtogi
ríkis stjórnarinnar“ með því að standa í
miðjum stormi Icesave-málsins og Evrópu-
sambandsumræðunnar „án þess að gefa eftir
eina tommu .“ Ritstjórinn lét þess ógetið, að
með þessari afstöðu sinni væri Steingrímur
J . að svíkja eigin orð um Icesave og ganga
gegn ESB-kosningastefnu flokks síns . Þótt