Þjóðmál - 01.09.2009, Blaðsíða 22

Þjóðmál - 01.09.2009, Blaðsíða 22
20 Þjóðmál HAUST 2009 Talið berst að fjármálakreppunni og hruni bankanna haustið 2008 . „Við erum brot af heimsins harmi í okk- ar kreppu,“ segir Guðni . „Þetta er auð- vit að heimskreppa sem hefur fellt okkur og fleiri . En við líðum fyrir það núna að ríkisstjórn landsins var og er ónýt . Ekki átti það síst við hinn 8 . október sl . haust þegar Gordon Brown nánast knésetti Ísland með aðgerðum Bretanna . Hann lýsti því yfir fyrir heimsbyggðinni að Ísland væri gjaldþrota land . Og því mótmælti ríkisstjórnin ekki . Hún brást heldur ekki við af hörku þegar Gordon Brown lýsti því yfir að á þennan glæpalýð myndi hann beita hryðjuverkalögum . Á vopnlausa friðsama viðskiptaþjóð beittu Bretar þessari löggjöf sem var sett til að glíma við verstu stríðsglæpamenn! Ríkisstjórnin var með skottið á milli lappanna og brást gersamlega . Forsætis ráð- herra segist hafa reynt að ná í „vin“ sinn, breska forsætisráðherrann, daginn eftir! Ég lagði það strax til sem formaður Fram- sóknarflokksins að við slitum tafarlaust stjórn málasambandi við Bretland og kærð- um þá fyrir að fella Kaupþingsbankann breska sem orsakaði fall móðurfélagsins hér heima . Kærðum þá á öllum vígstöðum fyrir mannréttindabrot . Það er enginn vafi á því að þetta verður til þess að skaðinn verður miklu meiri en efni stóðu til . Þjóðlöndin loka á viðskipti við okkur . Þannig stendur það í rauninni ennþá . Svo kemur Alþjóða gjaldeyrissjóðurinn og hann hefur verið eins og lögregla að fylgja eftir málum Breta og Hollendinga hér á landi . Þessi ónýtu við brögð að taka ekki á móti, gera það að verkum að Ísland lokast af . Hefðum við slitið stjórnmálasambandi og útskýrt fyrir umheiminum að við værum ekki gjaldþrota þjóð og hvílíku misrétti við höfðum verið beitt af stórþjóð, stæðum við allt öðruvísi að vígi . Þá hefðum við getað rætt okkar stöðu á vettvangi heimsins á réttum forsendum . Afstaða ríkisstjórnar Geirs Haarde í þessu versta máli sögunnar er enn óút skýrð . Samfylkingin hefur trúlega ráðið miklu um það . Vegna Evrópuþráhyggju hennar mátti hvergi styggja neina þjóð í Evrópu því ætlunarverk þeirra var að sækja um aðild og komast inn í ESB . Ég undrast mjög dáðleysi Vinstri grænna í samskiptum við Samfylkinguna, hvernig þeir kokgleyptu Evrópu stefnuna og ætla nú almenningi að taka á sig Icesave-reikninginn, setja á hann ríkisábyrgð með lögum . Þar með skal það vera gulltryggt að Íslendingar borgi fyrir óreiðumennina .“ Guðni var kallaður í Seðlabankann sunnudagskvöldið 27 . september 2008, ásamt formönnum annarra stjórnar- andstöðuflokka, þegar Glitnir var yfirtekinn að hluta . „Ég fylltist óhug við þær fregnir . Ég spurði bæði Davíð, Geir og Össur hvort þetta myndi ekki hafa gríðarlegar afleiðingar strax daginn eftir, hvort þetta þýddi ekki fall hinna bankanna . Þeir sögðu að Lands- bankinn væri veikur fyrir og gæti fallið en menn teldu, bæði hér heima og erlendis, að Kaupþing stæði það traustum fótum að hann myndi standa . Þeir vissu þá þegar að Landsbankinn myndi trúlega fara sömu leið . Ég sannfærðist ekki og það endaði með því að þeir sögðu við mig að hætta þessu tali, þeir myndu ekki sofa í nótt ef ég héldi svona áfram! Þegar á reyndi urðu eigendur Glitnis ókvæða við björgunaraðgerðum ríkis stjórn- arinnar og við tók mjög ráðalaust tíma bil . Deilur auðmanna og ráðherra og orða skak út í seðlabankastjóra sem varð hinn vondi sendiboði tíðindanna Ég var margbúinn að bjóða Geir Haarde
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.