Þjóðmál - 01.09.2009, Blaðsíða 22
20 Þjóðmál HAUST 2009
Talið berst að fjármálakreppunni og hruni bankanna haustið 2008 .
„Við erum brot af heimsins harmi í okk-
ar kreppu,“ segir Guðni . „Þetta er auð-
vit að heimskreppa sem hefur fellt okkur
og fleiri . En við líðum fyrir það núna að
ríkisstjórn landsins var og er ónýt . Ekki
átti það síst við hinn 8 . október sl . haust
þegar Gordon Brown nánast knésetti
Ísland með aðgerðum Bretanna . Hann
lýsti því yfir fyrir heimsbyggðinni að Ísland
væri gjaldþrota land . Og því mótmælti
ríkisstjórnin ekki . Hún brást heldur ekki
við af hörku þegar Gordon Brown lýsti
því yfir að á þennan glæpalýð myndi hann
beita hryðjuverkalögum . Á vopnlausa
friðsama viðskiptaþjóð beittu Bretar þessari
löggjöf sem var sett til að glíma við verstu
stríðsglæpamenn!
Ríkisstjórnin var með skottið á milli
lappanna og brást gersamlega . Forsætis ráð-
herra segist hafa reynt að ná í „vin“ sinn,
breska forsætisráðherrann, daginn eftir!
Ég lagði það strax til sem formaður Fram-
sóknarflokksins að við slitum tafarlaust
stjórn málasambandi við Bretland og kærð-
um þá fyrir að fella Kaupþingsbankann
breska sem orsakaði fall móðurfélagsins
hér heima . Kærðum þá á öllum vígstöðum
fyrir mannréttindabrot .
Það er enginn vafi á því að þetta verður
til þess að skaðinn verður miklu meiri
en efni stóðu til . Þjóðlöndin loka á
viðskipti við okkur . Þannig stendur það
í rauninni ennþá . Svo kemur Alþjóða
gjaldeyrissjóðurinn og hann hefur verið
eins og lögregla að fylgja eftir málum Breta
og Hollendinga hér á landi .
Þessi ónýtu við brögð að taka ekki á móti,
gera það að verkum að Ísland lokast af .
Hefðum við slitið stjórnmálasambandi og
útskýrt fyrir umheiminum að við værum
ekki gjaldþrota þjóð og hvílíku misrétti við
höfðum verið beitt af stórþjóð, stæðum við
allt öðruvísi að vígi . Þá hefðum við getað
rætt okkar stöðu á vettvangi heimsins á
réttum forsendum .
Afstaða ríkisstjórnar Geirs Haarde í þessu
versta máli sögunnar er enn óút skýrð .
Samfylkingin hefur trúlega ráðið miklu
um það . Vegna Evrópuþráhyggju hennar
mátti hvergi styggja neina þjóð í Evrópu því
ætlunarverk þeirra var að sækja um aðild
og komast inn í ESB . Ég undrast mjög
dáðleysi Vinstri grænna í samskiptum við
Samfylkinguna, hvernig þeir kokgleyptu
Evrópu stefnuna og ætla nú almenningi að
taka á sig Icesave-reikninginn, setja á hann
ríkisábyrgð með lögum . Þar með skal það
vera gulltryggt að Íslendingar borgi fyrir
óreiðumennina .“
Guðni var kallaður í Seðlabankann sunnudagskvöldið 27 . september
2008, ásamt formönnum annarra stjórnar-
andstöðuflokka, þegar Glitnir var yfirtekinn
að hluta .
„Ég fylltist óhug við þær fregnir . Ég spurði
bæði Davíð, Geir og Össur hvort þetta
myndi ekki hafa gríðarlegar afleiðingar
strax daginn eftir, hvort þetta þýddi ekki
fall hinna bankanna . Þeir sögðu að Lands-
bankinn væri veikur fyrir og gæti fallið en
menn teldu, bæði hér heima og erlendis,
að Kaupþing stæði það traustum fótum
að hann myndi standa . Þeir vissu þá þegar
að Landsbankinn myndi trúlega fara sömu
leið . Ég sannfærðist ekki og það endaði með
því að þeir sögðu við mig að hætta þessu
tali, þeir myndu ekki sofa í nótt ef ég héldi
svona áfram!
Þegar á reyndi urðu eigendur Glitnis
ókvæða við björgunaraðgerðum ríkis stjórn-
arinnar og við tók mjög ráðalaust tíma bil .
Deilur auðmanna og ráðherra og orða skak
út í seðlabankastjóra sem varð hinn vondi
sendiboði tíðindanna
Ég var margbúinn að bjóða Geir Haarde