Þjóðmál - 01.09.2009, Blaðsíða 5

Þjóðmál - 01.09.2009, Blaðsíða 5
Ritstjóraspjall Haust 2009 _____________ Þjóðmál HAUST 2009 3 Það er skrýtið að upplifa það að fólk skuli vera farið að rífast á ný um grund völl þjóðskipulagsins eftir allt sem á undan er gengið í sögu 20 . aldar . Ekki alls fyrir löngu komu til landsins fyrirlesarar á vegum félagsskapar sem kallar sig Nýhil og töluðu um ágæti kommúnisma og marxisma . Það skiptir engu máli þótt 100 milljónir liggi í valnum eftir kommúnistatilraunir 20 . aldar . Ungt fólk laðast enn að þessari stefnu . Við bankahrunið þóttist þetta fólk og aðrir vinstri menn hafa himin höndum tekið . Rétt eins og rónarnir koma óorði á áfengið hafa óábyrgir fjármálamenn komið óorði á viðskipta- og athafnafrelsi . Það er ekki frelsið sem brást í bankahruninu heldur mennirnir sem misnotuðu það . Þess vegna þarf reglur sem endurspegla og treysta í sessi gott siðferði . Það er ekki til- viljun að Adam Smith, höfuðpostuli frjáls markaðs búskapar, skrifaði jöfnum höndum um siðferði og viðskipti . Frjáls markaður án góðs siðferðis er ekki eftirsóknarverður . Og hvers vegna er það? Vegna þess að frjáls markaður er ekki afstrakt veruleiki, ekki eitthvert hagfræðilegt reikningsdæmi, hann er umhverfi mannfélagsins, umhverfi okkar allra . Er eftirsóknarvert að búa í samfélagi þar sem hver fer sínu fram, getur logið, svikið og prettað óáreittur og gefið skít í uppsafn aða visku kynslóðanna? Það kostar harða baráttu að viðhalda góðu siðferði í viðskiptalífinu . Við höfum reynt það á sjálfum okkur á undanförnum árum að það er nánast illmögulegt að boða gott siðferði í viðskiptum þegar dansinn kring um gullkálfinn fer úr böndunum . Margt ágætt fólk, sem flestir hefðu talið heiðarlegt og vammlaust, varð hrunadansinum að bráð . Enginn lagði við hlustir þegar Davíð Oddsson tók pening- ana sína út úr Kaup þingi-Búnaðarbank- anum . Þá höfðu stjórn endur bankans sýnt í verki hvernig þeir litu öðrum þræði á banka starfsemi – spilavíti sem gerði þeim sjálfum kleift að hagnast óheyrilega mikið . En nær allur landslýður hreifst af glysinu og glaumnum . Smám sam an magn aðist úr öllu valdi trylling s legur dans í kring- um gullkálfinn sem byrgði öll um sýn – al- menningi, stjórn mála mönn um, em bætt- is mönnum, „útrásar vík ing unum“ sjálf um . Þetta blasir við okkur núna . Jón Ásgeir Jóhannesson sagði að það stæð-ist enginn maður 300 milljónir . Sam -
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.