Þjóðmál - 01.09.2009, Page 5

Þjóðmál - 01.09.2009, Page 5
Ritstjóraspjall Haust 2009 _____________ Þjóðmál HAUST 2009 3 Það er skrýtið að upplifa það að fólk skuli vera farið að rífast á ný um grund völl þjóðskipulagsins eftir allt sem á undan er gengið í sögu 20 . aldar . Ekki alls fyrir löngu komu til landsins fyrirlesarar á vegum félagsskapar sem kallar sig Nýhil og töluðu um ágæti kommúnisma og marxisma . Það skiptir engu máli þótt 100 milljónir liggi í valnum eftir kommúnistatilraunir 20 . aldar . Ungt fólk laðast enn að þessari stefnu . Við bankahrunið þóttist þetta fólk og aðrir vinstri menn hafa himin höndum tekið . Rétt eins og rónarnir koma óorði á áfengið hafa óábyrgir fjármálamenn komið óorði á viðskipta- og athafnafrelsi . Það er ekki frelsið sem brást í bankahruninu heldur mennirnir sem misnotuðu það . Þess vegna þarf reglur sem endurspegla og treysta í sessi gott siðferði . Það er ekki til- viljun að Adam Smith, höfuðpostuli frjáls markaðs búskapar, skrifaði jöfnum höndum um siðferði og viðskipti . Frjáls markaður án góðs siðferðis er ekki eftirsóknarverður . Og hvers vegna er það? Vegna þess að frjáls markaður er ekki afstrakt veruleiki, ekki eitthvert hagfræðilegt reikningsdæmi, hann er umhverfi mannfélagsins, umhverfi okkar allra . Er eftirsóknarvert að búa í samfélagi þar sem hver fer sínu fram, getur logið, svikið og prettað óáreittur og gefið skít í uppsafn aða visku kynslóðanna? Það kostar harða baráttu að viðhalda góðu siðferði í viðskiptalífinu . Við höfum reynt það á sjálfum okkur á undanförnum árum að það er nánast illmögulegt að boða gott siðferði í viðskiptum þegar dansinn kring um gullkálfinn fer úr böndunum . Margt ágætt fólk, sem flestir hefðu talið heiðarlegt og vammlaust, varð hrunadansinum að bráð . Enginn lagði við hlustir þegar Davíð Oddsson tók pening- ana sína út úr Kaup þingi-Búnaðarbank- anum . Þá höfðu stjórn endur bankans sýnt í verki hvernig þeir litu öðrum þræði á banka starfsemi – spilavíti sem gerði þeim sjálfum kleift að hagnast óheyrilega mikið . En nær allur landslýður hreifst af glysinu og glaumnum . Smám sam an magn aðist úr öllu valdi trylling s legur dans í kring- um gullkálfinn sem byrgði öll um sýn – al- menningi, stjórn mála mönn um, em bætt- is mönnum, „útrásar vík ing unum“ sjálf um . Þetta blasir við okkur núna . Jón Ásgeir Jóhannesson sagði að það stæð-ist enginn maður 300 milljónir . Sam -

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.