Þjóðmál - 01.09.2009, Blaðsíða 39
Þjóðmál HAUST 2009 37
hafi verið af þeirri ástæðu að Ögmundur
Jónasson virtist ætla að gefast upp og
Bjarni hafi viljað tryggja lágmarksvarnir
Íslands í erfiðu máli . Ekki er þó fullljóst
hvort fyrirvararnir hafa raunveruleg áhrif .
Staða vinstri flokkanna hefur veikst mjög .
Samninganefndin var fullkomlega vanhæf
enda setur Alþingi ofan í við hana og hafnar
í raun samningnum . Fyrirvararnir eru
gagntilboð . Búið er að hafna samningnum
eins og hann ligg ur fyrir .
Steingrímur J ., Indriði, Jóhanna, Svavar
og Gylfi Magnússon urðu fyrir verulegum
álitshnekki vegna þessa máls . Gylfi, sjötti
Samfylkingarráðherrann, þurfti að kyngja
þvæl unni í sér þegar álit Hag fræði stofn-
unar lá fyrir . Hinir reru að því öllum árum
að koma skuldum Lands bank ans yfir á
almenning á Íslandi . Alþingi setti ofan í við
þá . Ríkisstjórnin riðar til falls . Ef hún hlítir
ekki fyrirmælum Alþingis er hún fallin .
Sá sem helst græddi á Icesave-málastapp-
inu var Fram sóknarflokkurinn og formað-
ur hans, Sig mundur Davíð Gunnlaugs son .
Hann hefur ekki látið kór álitsgjafa og
annarra segja sér hvað er honum fyrir bestu .
Hann gerði það þegar minnihlutastjórn
var mynduð síðasta vor og lét aðra ákveða
stefnu Framsóknarflokksins og glataði
þar með þeim meðbyr sem flokkur hans
hafði haft . En rétt fyrir kosningar tók
hann á sig rögg og varð sinn eigin maður .
Í framhaldinu hefur hann uppskorið .
Framsóknarflokkurinn er aftur að verða
að stjórnmálaflokki með eigin skoðanir og
fylgið eykst í skoðanakönnunum .
Þegar ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og
Framsóknarflokks tekur við eftir næstu
kosningar, til að hreinsa upp eftir núver-
andi vinstri stjórn, mun hennar fyrsta verk
verða að leggja fram frumvarp til laga sem
hefst á þessum orðum: „Alþingi samþykkir
að fella niður ríkisábyrgð vegna svokall aðra
Icesave-samninga .“
I cesave-samningurinn núverandi, sem sjálf stæðis-menn sömdu með hinum vitrari mönnum úr
öðrum flokkum til að bjarga Íslandi úr klóm land-
ráðasamnings Samfylkingar og VG, sem ætluðu að
keyra hann í gegn óséðan, er allt annar samningur
og getur aldrei knésett Íslendinga eins og hinn fyrri
samningurinn gat gert
En aðgöngumiði Samfylkingar að ESB er keyptur
„any price“ , gersamlega án tillits til hagsmuna Íslands
eða þjóðarinnar, það er hin sífellda „kratastrófa“ sem
vofir yfir þjóðinni meðan þessir flokkar sitja í ríkis-
stjórn .
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokks-
ins, gat ekki greitt atkvæði á móti samningi sem
hann og hans menn sömdu til að bjarga landinu og
lögðu nótt við dag að ná fram . Ríkisstjórnin var búin
að hand járna allt sitt lið, þannig að 34 atkvæði voru
með . Það var því sæmst að leyfa þeim að axla sína
ábyrgð eina .
Verstu agnúarnir, og þeir sem menn óttuðust mest,
eru farnir út og það eru núna möguleikar að komast
fyrr út úr kreppunni en áður sýndist . Það mun taka
enn lengri tíma en annars hefði þurft ef „Stein grímur
stefnulausi“ fær að leika sér lengi í sandkass anum
enn . Það hefði verið gaman að fá að hlusta á hann
á Hvolsvelli skýra fyrir sínu fólki hvernig menn geta
gengið í ESB og verið á móti því, hvernig menn geta
samþykkt Icesave og verið á móti því, eins og ræðan
hans frá í vetur sannar . Það þarf sannarlega snilld til
þess geta haldið lífi í eigin flokki eftir þá fimleika sem
maðurinn hefur stundað .
Bjarni Benediktsson hefur sannað það með fram-
göngu sinni að hann er verðugur foringi okkar sjálf-
stæðismanna . Við verðum að fylkja okkur að baki
honum sem einn maður til að bjarga Íslandi . Það
hlýtur að ganga fyrir öllu öðru .
Eins og það gerðist þá bjargaði Bjarni í horn fyrir
Ísland á elleftu stundu .
Halldór Jónsson verkfræðingur á vefsíðu sinni,
halldorjonsson.blog.is, 31 . ágúst 2009 .
Bjarni kom til bjargar á elleftu stundu!