Þjóðmál - 01.09.2009, Blaðsíða 88

Þjóðmál - 01.09.2009, Blaðsíða 88
86 Þjóðmál HAUST 2009 Á sínum tíma vakti Ólafur Björnsson, prófessor og alþingis maður, athygli á því, að hugtakið „félagshyggja“ væri ekki til. Það vissi í raun enginn, hvað í því fælist. Mátti draga þá ályktun af umræðum um hugtakið, að þeim, sem vildu skipa sér undir merki þess, þætti ekkert verra, að merking þess væri óljós. Að loknum lestri bókar Einars Más og greina eftir aðra menn á vinstri kantinum eins og Einars Más Jónssonar og Sverris Jakobssonar má ætla, að þeir hafi sammælst um að búa til nýtt inntak „frjálshyggju“. Þessir ágætu höfundar nota orðið sem safnheiti yfir allt, sem þeir telja, að hafi miður farið á vettvangi þjóðmála. Einar Már Guðmundsson telur til dæmis, að tennur barna hafi ekki fengið að vera í friði fyrir græðgi frjálshyggjunnar. Hann segir í sömu andrá (bls. 46): „Frjálshyggjan er nefnilega líka að miklu leyti þvæla, andsnúin skynseminni.“ Ólafur Ragnar og Ingibjörg Sólrún lögðu sig fram um að þjóna því, sem til skiptis er kallað „viðskiptalíf“ og „atvinnulíf“ og í aðdraganda bankahrunsins birtist í meira dekri við stórfyrirtæki fjármálamanna en Íslendingar höfðu áður kynnst. Til dæmis var erfitt að skilja, að þeir Björgólfur Guðmundsson og Ólafur Ragnar virtust gangast upp í því að vera saman við ýmis tækfæri. Þar vék gömul óvild fyrir nýjum gagnkvæmum hagsmunum, sem átti ekkert skylt við frjálshyggju, svo að ekki sé minnst á þjóðarhagsmuni. Einar Már er eindreginn andstæðingur að ild ar Íslands að Evrópusambandinu. Sé skil greint, hvernig leitast er við að lokka sjálfstæðismenn til fylgis við ESB, er einmitt notuð svipuð röksemdafærsla og á út rás ar­ tímunum, að menn verði að þókn ast „við­ skipta lífinu“. Við skipta ráð Íslands hefur nú eins og á tímum út rás arinnar orðið að tæki þeirra, sem vilja mana Sjálfstæðisflokk inn til fylgis við ESB­aðild. Samfylkingarfólk talar gjarnan á þann hátt, að í síð ustu þing kosn­ ingum hafi því tekist að ná „við skiptalífinu“ frá Sjálf stæðis flokknum með ESB­stefnu sinni. Er þetta frjálshyggja að mati Einars Más? Er það frjálshyggja, þegar þingmaður Samfylkingarinnar segir, að sjálfstæðismenn á þingi séu að bregðast „atvinnulífinu“ með því að sætta sig ekki við Icesave­ afarkostina? Frjálshyggjumenn eru ekki hinir einu, sem fá á baukinn hjá Einari Má, síður en svo. Hann hefur ekki mikið álit á verkalýðshreyfingunni, hún sé „stærsti sumarbústaðaeigandi landsins, með lífeyrissjóði sem spila bingó og kaupa vonlaus fótboltalið, enda halda sumir unglingar að Alþýðusamband Íslands, ASÍ, sé ferðaskrifstofa“! Á grænni grein en ekki án heimsósóma Bjarni Harðarson: Farsældar Frón, Sunnlenska bókaútgáfan, Selfossi 2009, 225 bls. Eftir Önnu Ólafsdóttur Björnsson Bjarni Harðarson sendi frá sér greinasafn seint á seinasta ári undir nafninu Farsældar Frón. Í safninu er að finna greinar sem flestar hverjar hafa birst í blöðum og á bloggi Bjarna, sem er afskaplega vinsælt. Þessi bók er á vissan hátt heimsósómi yfirlýsts bjartsýnismanns, en Bjarni lýsir sjálfum sér sem slíkum í játningum fremst í bókinni. Raunar renna ekki allar greinarnar stoðum undir þá skilgreiningu hans, en engu að síður tel ég að hún sé rétt og Bjarni sanni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.