Þjóðmál - 01.09.2009, Blaðsíða 68
66 Þjóðmál HAUST 2009
gerðu innrás í Tékkóslóvakíu 1968, tóku
áhrifamestu forsvarsmenn þess leynilega
á móti fulltrúum kommúnistaflokks
Ráðstjórnarríkjanna sumarið 1970
og fullvissuðu þá um, að stefna hins
nýja flokks væri sósíalísk og marxísk .23
Alþýðubandalagið hélt líka áfram
sambandi við kommúnistaflokka Rúmeníu
og Kúbu . Allan þennan tíma reyndu
forystumenn flokksins að gera það, sem
Einar Olgeirsson hafði heitið rússneskum
leyniþjónustumönnum 1942, að þoka
Íslandi af áhrifasvæði Bandaríkjanna .
5 .
Í slenskir kommúnistar neituðu því ætíð harð lega, að þeir fengju fjárhagslegan
stuðn ing frá kommúnistaríkjunum, síðast
Einar Olgeirsson í viðtali við Dagblaðið
1979, þegar upplýsingar höfðu komið fram
um slíkan stuðning í riti eftir Þór White-
head . Kvað Einar kommúnista aðeins
hafa fengið óbein an stuðning frá komm-
ún ista ríkj un um .24 Gögn í Moskvu sýna,
að Einar sagði ósatt . Sam kvæmt þeim var
fyrsti fjárstyrkurinn að austan veittur þegar
vorið 1919 . Þá greiddi sænskur erindreki
ráð stjórnarinnar, Fredrik Ström, Hendrik
S . Ottóssyni 300 krónur til aðstoðar „í
baráttu minni fyrir komm únisma á Íslandi“,
eins og Hendrik orðaði það .25 Þetta var þá
tvenn mánaðarlaun verkamanns . Næsti
styrkur var miklu hærri, 10 þúsund danskar
krónur . Komintern veitti hann sumarið
1920, væntanlega til að greiða niður skuldir
Alþýðublaðsins, sem kommúnistar réðu þá
23 Arnór Hannibalsson: Moskvulínan, 181 .–183 . bls .
„Persónuleg samtöl við Savko en ekki formlegar viðræður,“
Mbl. 16 . ágúst 1992 .
24 „Íslenzkir kommúnistar fengu peninga að utan,“
Dagblaðið 14 . desember 1979 .
25 Snorri G . Bergsson: „Fyrsta rússagullið,“ Þjóðmál, 3 .
árg . 1 . hefti (vor 2007), 72 .–77 . bls . Lbs . 5228 4to, a–b .
Komintern: 495–177–15, 25–26 . Hendrik Ottósson/
Gregoríj Zínovév og Karl Radek, 7 . ágúst 1920 .
yfir .26 Skömmu síðar, haustið 1920, greiddi
Fredrik Ström konu Ólafs Friðrikssonar,
Önnu Friðriksson, í Stokkhólmi þrjú
þúsund sænskar krónur, sem jafngilti 4 .200
íslenskum krónum, í styrk til Al þýðu
blaðsins .27 Næstu ár báðu kommúnist ar
nokkrum sinnum um fjárstyrki frá Moskvu,
en var jafnan synjað . Haukur Björnsson fékk
þó 150 Bandaríkjadali frá Komintern 1928
til að gefa út Ríki og byltingu eftir Lenín .28
Einnig fékk Einar Olgeirsson sendar 1 .406
danskar krónur til Íslands í desember
1928 til að fylgja eftir atriðum í samþykkt
Kominterns .29 Einar fékk í Moskvuför
vorið 1931 greiddar 2 .500 krónur úr sjóði
Kominterns fyrir væntanlegar kosningar þá
um sumarið .30 Ekki er í tiltækum heimildum
getið um fjárframlög fyrir kosningarnar 1933
og 1934, þótt telja verði líklegt, að þau hafi
verið veitt . Svo virðist hins vegar, sem íslenskir
kommúnistar hafi fengið verulegt fé að austan
til kosningabaráttu sinnar 1937, en ekki er
vitað, hversu mikið það var .31 Næst er skráður
1 .000 Bandaríkjadala fjárstyrkur til Kristins
E . Andréssonar 1940, sem ætlaður var Máli
og menningu .32 Árin 1955–1958 fékk Mál
og menning aftur nokkra fjárstyrki, samtals
26 Snorri G . Bergsson: „Fyrsta rússagullið,“ Þjóðmál, 3 .
árg . 1 . hefti (vor 2007), 72 .–77 . bls . Lbs . 5228 4to, a–b .
Komintern: 495–177–15, 25–27 . Hendrik Ottósson/
Grigorij Zinoviev og Karl Radek, Moskvu, 7 . ágúst
1920 . Hendrik Ottósson/Komintern, Moskvu, án dags .
Jón Ólafsson: Kæru félagar, 16 .–17 . bls .; Árni Snævarr:
Liðsmenn Moskvu, 29 . bls . Lars Björlin: „Russisk guld i
svensk kommunisme“, Guldet fra Moskva, 54 . bls .
27 Bsk . E55: Anna Friðriksson/Jón Baldvinsson, 8 . nóv . 1920 .
28 Arnór Hannibalsson: Moskvulínan, 75 . bls .
29 Lbs . 5228 4to, a–b . Komintern: 495 31 109, 4 . Willi
Mielenz/Brynjólfur Bjarnason, 29 . mars 1929 .
30 Jón Ólafsson: Kæru félagar, 47 . bls . Lbs . 5228 4to, a–b .
Komintern 495 177 19, 11 . Einar Olgeirsson/Harry Levin,
Khöfn 11 . febrúar 1931 . Lbs . 5228 4to, a–b . Komintern:
495 4 96, 5 . Einar Olgeirsson/Komintern, Moskvu 18 .
mars 1931 . Einnig vitnar Jón í skýrslu Levins, „Auszug 18 .
3 . 1931 .“ Væntanlega hafa þetta verið danskar krónur .
31 Komintern: 495 15 101, 29 . Arnór Hannibalsson: Moskvu
línan, 109 . og 148 . bls ., sbr . og myndasíður á e . 156 . bls .
32 Arnór Hannibalsson: Moskvulínan, 155 .–156 . bls .
„Bericht des Genossen Andresson aus Kopenhagen .“