Þjóðmál - 01.09.2009, Blaðsíða 96

Þjóðmál - 01.09.2009, Blaðsíða 96
94 Þjóðmál HAUST 2009 Víti til varnaðar Björn Jón Bragason: Hafskip í skotlínu, Útgáfu- félagið Sögn, Reykjavík 2008, 270 bls . Eftir Kjartan Gunnar Kjartansson Sjá dagar koma – Hafskipsmálið er orðið að sagnfræði . Í fyrra haust komu út bækurnar Hafskip í skotlínu, eftir Björn Jón Bragason og bókin Afdrif Hafskips – í boði hins opinbera, eftir Stefán Gunnar Sveinsson . Báðar þessar bækur vöktu nokkra athygli og fjölmiðlaumfjöllun enda í báð- um tilfellum um að ræða fyrirtaks fræðirit ungra sagnfræðinga um eitt af stórmálum síðustu aldar . Hafskipsbækur og bankahrun Skömmu eftir útkomu þessara bóka hrundi íslenska bankakerfið með tilheyr- andi pottabyltingu, pólitískum stórtíðind- um, Icesave-deilum og fjölmiðlaum fjöll- un sem ekki sér fyrir endann á . Upp rifjun og umfjöllun um Hafskipsmálið féll því skiljan lega í skuggann af þessum efna hags- legu og pólitísku hamförum . Þar með er þó ekki sagt að þessi ágætu rit hafi úrelst . Þvert á móti . Bæði þessi rit eru í rauninni prýðileg frjálshyggjurit . Þau eru áminning um þær hættur sem felast í misbeitingu á valdi – ekki síst á opinberu valdi . Áminning um þá fordóma sem fjölmiðlar spila oft á, sem tækifærissinnaðir stjórnmálamenn gefa undir fótinn og hinn nafnlausi fjöldi gerir að sínum . Breski sagnfræðingurinn Hugh Trevor-Roper, segir m .a . í riti sínu Galdrafárið í Evrópu: „Útskúfun hluta samfélagsins verður ekki skipulögð, nema til komi atbeini lýð- foringja, en hún kemur aldrei til álita, nema fyrir tilstilli lýðsins sjálfs . Þannig var um nornaveiðarnar miklu .“ Hafskipsritin tvö minna okkur á, að mann réttindi og réttarríkiseinkenni eru ekki lagabókstafir, einir sér, heldur menn- ing areinkenni sem ráðast ekki síst af sið- ferðisþreki þeirra sem standa eiga vörð um þau . Á slíkt reynir mest þegar á móti blæs og örvænting grípur um sig . Það er því vel við hæfi að vekja hér nokkra athygli á bók Björns Jóns, Hafskip í skotlínu . Umfangsmiklar rannsóknir Bók Björns Jóns um Hafskipsmálið er ekki frumraun hans um málefnið . Hann skrif- aði mastersritgerð í sagnfræði við Háskóla Íslands árið 2006 er bar yfir skrift ina Hafskipsmálið. Gjaldþrot skipafélags 1985 Aðdragandi og eftirmáli. Þá hefur hann skrifað BA-ritgerð í lögfræði við Háskóla Íslands um opinberu rannsóknar nefndi na sem falið var að kanna viðskipti Hafskips og Útvegsbankans . Höfundur getur þess í formála að líta megi á bókina sem framhald á mastersrit- gerð hans . Niðurstöður hennar byggjast á umfangsmikilli rannsóknarvinnu sem stóð yfir í rúm tvö ár og fólst m .a . í því að kanna um tuttugu skjalasöfn og ræða við u .þ .b . fimmtíu einstaklinga sem að málinu koma . Slík heimildarviðtöl vinda oft upp á sig og geta orðið býsna tímafrek . Þá er ekki heiglum hent að halda utan um þær upplýsingar sem slík viðtöl skila, stundum eftir nokkur stefnumót, og púsla þeim saman við heildarmyndina . Fagleg framsetning Texti bókarinnar er lipur og látlaus, efnis- tök skilmerkileg og kaflaskil markviss . Allur frágangur ritsins er faglegur og til fyrir- mynd ar . Mikinn fjölda tilvísana í heimildir er að finna neðst á síðum í meginmáli . Þegar meginmáli sleppir tekur svo við tuttugu og sjö blaðsíðna viðauki með ljósritum af ýmsum þeim skjölum, samningum,
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.