Þjóðmál - 01.09.2009, Side 96

Þjóðmál - 01.09.2009, Side 96
94 Þjóðmál HAUST 2009 Víti til varnaðar Björn Jón Bragason: Hafskip í skotlínu, Útgáfu- félagið Sögn, Reykjavík 2008, 270 bls . Eftir Kjartan Gunnar Kjartansson Sjá dagar koma – Hafskipsmálið er orðið að sagnfræði . Í fyrra haust komu út bækurnar Hafskip í skotlínu, eftir Björn Jón Bragason og bókin Afdrif Hafskips – í boði hins opinbera, eftir Stefán Gunnar Sveinsson . Báðar þessar bækur vöktu nokkra athygli og fjölmiðlaumfjöllun enda í báð- um tilfellum um að ræða fyrirtaks fræðirit ungra sagnfræðinga um eitt af stórmálum síðustu aldar . Hafskipsbækur og bankahrun Skömmu eftir útkomu þessara bóka hrundi íslenska bankakerfið með tilheyr- andi pottabyltingu, pólitískum stórtíðind- um, Icesave-deilum og fjölmiðlaum fjöll- un sem ekki sér fyrir endann á . Upp rifjun og umfjöllun um Hafskipsmálið féll því skiljan lega í skuggann af þessum efna hags- legu og pólitísku hamförum . Þar með er þó ekki sagt að þessi ágætu rit hafi úrelst . Þvert á móti . Bæði þessi rit eru í rauninni prýðileg frjálshyggjurit . Þau eru áminning um þær hættur sem felast í misbeitingu á valdi – ekki síst á opinberu valdi . Áminning um þá fordóma sem fjölmiðlar spila oft á, sem tækifærissinnaðir stjórnmálamenn gefa undir fótinn og hinn nafnlausi fjöldi gerir að sínum . Breski sagnfræðingurinn Hugh Trevor-Roper, segir m .a . í riti sínu Galdrafárið í Evrópu: „Útskúfun hluta samfélagsins verður ekki skipulögð, nema til komi atbeini lýð- foringja, en hún kemur aldrei til álita, nema fyrir tilstilli lýðsins sjálfs . Þannig var um nornaveiðarnar miklu .“ Hafskipsritin tvö minna okkur á, að mann réttindi og réttarríkiseinkenni eru ekki lagabókstafir, einir sér, heldur menn- ing areinkenni sem ráðast ekki síst af sið- ferðisþreki þeirra sem standa eiga vörð um þau . Á slíkt reynir mest þegar á móti blæs og örvænting grípur um sig . Það er því vel við hæfi að vekja hér nokkra athygli á bók Björns Jóns, Hafskip í skotlínu . Umfangsmiklar rannsóknir Bók Björns Jóns um Hafskipsmálið er ekki frumraun hans um málefnið . Hann skrif- aði mastersritgerð í sagnfræði við Háskóla Íslands árið 2006 er bar yfir skrift ina Hafskipsmálið. Gjaldþrot skipafélags 1985 Aðdragandi og eftirmáli. Þá hefur hann skrifað BA-ritgerð í lögfræði við Háskóla Íslands um opinberu rannsóknar nefndi na sem falið var að kanna viðskipti Hafskips og Útvegsbankans . Höfundur getur þess í formála að líta megi á bókina sem framhald á mastersrit- gerð hans . Niðurstöður hennar byggjast á umfangsmikilli rannsóknarvinnu sem stóð yfir í rúm tvö ár og fólst m .a . í því að kanna um tuttugu skjalasöfn og ræða við u .þ .b . fimmtíu einstaklinga sem að málinu koma . Slík heimildarviðtöl vinda oft upp á sig og geta orðið býsna tímafrek . Þá er ekki heiglum hent að halda utan um þær upplýsingar sem slík viðtöl skila, stundum eftir nokkur stefnumót, og púsla þeim saman við heildarmyndina . Fagleg framsetning Texti bókarinnar er lipur og látlaus, efnis- tök skilmerkileg og kaflaskil markviss . Allur frágangur ritsins er faglegur og til fyrir- mynd ar . Mikinn fjölda tilvísana í heimildir er að finna neðst á síðum í meginmáli . Þegar meginmáli sleppir tekur svo við tuttugu og sjö blaðsíðna viðauki með ljósritum af ýmsum þeim skjölum, samningum,

x

Þjóðmál

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.