Þjóðmál - 01.09.2009, Blaðsíða 77
Þjóðmál HAUST 2009 75
þingmanns er „Nei, herra .“
Það væri ekki við hæfi að
ég myndi spyrja BBC
um tilteknar þóknanir
sem stofnunin greiðir . Ég
kann að hafa afar sterkar
skoðanir á því að BBC hafi
ekki alltaf eytt opinberu fé
með réttum hætti . Ég trúi
því að heppilegra sé að bein
mótmæli komi frá fólki
sem hefur sterkar skoðanir
á slíkum málum frekar en
frá ríkisstjórninni .“ – Svo
mörg voru þau orð .
Frost/Nixon
Nokkrum árum áður hafði annað viðtal
við Nixon einnig vakið mikla athygli –
og í því tilviki fékk hann háar fjárhæðir
greiddar fyrir viðtalið, ef marka má hina
stórgóðu mynd Rons Howards, FROST/
NIX ON (***½) .
Samkvæmt myndinni var David Frost
létt vægur sjónvarpsþáttastjórnandi í Bret-
landi sem fékk dag einn þá flugu í höfuðið
að taka viðtal við engan annan en Richard
Nixon fyrr verandi forseta Banda ríkjanna .
Enginn hafði trú á því að það tækist og
það kom því verulega á óvart þegar Nixon
féllst á að leyfa Frost að taka við sig viðtal .
Nixon hafði neitað öllum
viðtölum eftir að hann sagði
af sér forsetaembætti vegna
Watergate-málsins . En
ráðgjafar hans töldu óhætt
að tala við Frost þar sem
hann væri sárameinlaus .
Breski leikarinn Michael
Sheen vakti fyrst heims-
athygli fyrir túlkun sína á
Tony Blair í kvik mynd inni
The Queen (en sami hand-
ritshöfundur skrifaði hand-
ritið að báð um mynd unum,
Peter Morg an) . Sheen fer
ekki síður vel með hlut verk
sitt sem David Frost . Það sama má segja um
Frank Langella í hlutverki Nixons en þess
má geta að Langella hlaut hin virtu Tony-
verðlaun fyrir leik sinn í þessari mynd .
Frost/Nixon er stórskemmtileg, fynd-
in og áhugaverð . Það helsta sem gera
má athugasemd við er sú ákvörðun leik-
stjórans Ron Howards að gera hana að
„þykj ustuheimildamynd“ . Það er mjög
sérkennilegt að horfa á sviðsett við töl um
atburði myndarinnar . Engu að síður er
þetta frábær kvikmynd sem enginn ætti að
láta fram hjá sér fara .
NáNARI uMFJölluN uM ÞESSAR og FlEIRI
MyNDIR Má SJá á kVIkMyNDAVEFNuM
kVIkMyNDIR.coM (WWW.kVIkMyNDIR.coM),
ÞAR SEM NýIR DóMAR BIRtASt VIkulEgA.
Frost og Nixon á þeim tíma þegar
viðtölin áttu sér stað, en að ofan í
sviðsettri senu í kvikmyndinni .