Þjóðmál - 01.09.2009, Blaðsíða 43

Þjóðmál - 01.09.2009, Blaðsíða 43
 Þjóðmál HAUST 2009 41 með afkastamestu höfundum sem rita um heimspeki menntunar á ensku . Kristján fæddist í Hveragerði í júlí árið 1959 . Foreldrar hans eru Kristján Einarsson frá Djúpalæk og Unnur Friðbjarnardóttir . Hann lauk BA prófi í heimspeki og þýsku frá Háskóla Íslands árið 1983, MA prófi í heimspeki frá Háskólanum í St . Andrews í Skotlandi árið 1988 og doktorsprófi í heimspeki frá sama skóla árið 1990 . Eftir BA próf kenndi Kristján við Menntaskólann á Akureyri en eftir að hann lauk doktorsnámi var hann ráðinn að Háskólanum á Akureyri . Hann fékk stöðu prófessors þar 1997 en hvarf þaðan í fyrra og er nú prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands . Í því sem hér fer á eftir verður sagt í örstuttu máli frá bókum Kristjáns . * Bækurnar sem komið hafa út á íslensku – Þroskakostir, Af tvennu illu og Mannkost ir – eru ritgerðasöfn . Mestallt efni þeirra hafði áður birst í blöðum og tímaritum . Þær eru ætlaðar almenningi fremur en sérfræðing- um þótt þær fjalli að nokkru leyti um sömu viðfangsefni og rit sem Kristján hefur sam ið á ensku fyrir sérhæfðari lesendahóp . Það af efni þessara íslensku bóka sem mesta athygli hefur vakið er líklega röð tíu greina um póstmódernisma sem birtust fyrst í Lesbók Morgunblaðsins árið 1997 og eru endurprentaðar í Mannkostum . Í þessum greinum fer Kristján hörðum orðum um franska tískuheimspeki af sauðahúsi Foucault, Derrida og Baudrillard og lýsir henni sem hrærigraut af bulli og vitleysu . Þetta fór, eins og margir muna, illa í nokkra hérlenda menntamenn sem vildu í senn vera Philosophy, International Philosophical Quarterly, Journal of Moral Education, Journal of Philosophical Research, Journal of Philosophy of Education, Journal of Social Philosophy og Journal of Theoretical Politics . Lista yfir öll útgefin rit Kristjáns er að finna á vefsíðunni http://skrif .hi .is/kk9/. róttækir og fylgja Parísartísku . Mig grunar að sumir hafi ekki enn tekið Kristján í sátt eftir þetta og kannski á það einhvern þátt í því að frekar lítið hefur verið fjallað um skrif hans í íslenskum fjölmiðlum . Áratug seinna fór annar íslenskur menntamaður mun harðari orðum um póstmóderníska tískuspeki þegar Einar Már Jónsson ritaði Bréf til Maríu (Reykjavík: Ormstunga, 2007) . Það vakti engan veginn eins hörð við brögð og skrif Kristjáns og skýrist það kannski af því að á þeim tíu árum sem liðu á milli höfðu allmargir gert sér grein fyrir að þessi speki, sem Kristján leyfði sér að hafna meðan hún var hvað mest í tísku, var aðallega innantóm mælgi . Greinarnar tíu um póstmódernismann voru ögrandi . Þær voru skrifaðar sem ádrepur fremur en fræðilegar greinar . Sumt annað í skrifum Kristjáns á íslensku er ritað í stíl fræðimannsins og margt af því efni skarast við það sem hann hefur ritað á ensku . Eigi að velja einhverjar greinar úr og telja þær öðrum betri eða merkari finnst mér að þar á meðal ættu að minnsta kosti að vera: Nytjastefnan (1992: s . 71–98); Um geðshræringar (1997: s . 63–94); Að kenna dygð (1997: s . 219–234); Lífsleikni í skólum (2002: s . 50–80) og Stórmennska (2002: s . 81–116) . En kannski er vitleysa að velja svona úr . Til að kynnast hugsun Kristjáns er best að lesa bækur hans á íslensku frá upphafi til enda . Þær eru afar læsilegar og í þeim kynnist lesandinn rökföstum og skeleggum talsmanni nytjastefnu í siðfræði, mannskilnings sem byggist á siðfræði Aristótelesar og gilda sem oft eru kennd við upp lýsingastefnu, veraldarhyggju og vís- inda lega hugsun . Áhrif nokkurra sígildra heimspekirita eru augljós í skrifum Kristjáns og má þar helst nefna Siðfræði Níkomakkosar eftir Aristóteles (384–322 f . Kr .) og rit eftir John
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.