Þjóðmál - 01.09.2009, Page 43

Þjóðmál - 01.09.2009, Page 43
 Þjóðmál HAUST 2009 41 með afkastamestu höfundum sem rita um heimspeki menntunar á ensku . Kristján fæddist í Hveragerði í júlí árið 1959 . Foreldrar hans eru Kristján Einarsson frá Djúpalæk og Unnur Friðbjarnardóttir . Hann lauk BA prófi í heimspeki og þýsku frá Háskóla Íslands árið 1983, MA prófi í heimspeki frá Háskólanum í St . Andrews í Skotlandi árið 1988 og doktorsprófi í heimspeki frá sama skóla árið 1990 . Eftir BA próf kenndi Kristján við Menntaskólann á Akureyri en eftir að hann lauk doktorsnámi var hann ráðinn að Háskólanum á Akureyri . Hann fékk stöðu prófessors þar 1997 en hvarf þaðan í fyrra og er nú prófessor við Menntavísindasvið Háskóla Íslands . Í því sem hér fer á eftir verður sagt í örstuttu máli frá bókum Kristjáns . * Bækurnar sem komið hafa út á íslensku – Þroskakostir, Af tvennu illu og Mannkost ir – eru ritgerðasöfn . Mestallt efni þeirra hafði áður birst í blöðum og tímaritum . Þær eru ætlaðar almenningi fremur en sérfræðing- um þótt þær fjalli að nokkru leyti um sömu viðfangsefni og rit sem Kristján hefur sam ið á ensku fyrir sérhæfðari lesendahóp . Það af efni þessara íslensku bóka sem mesta athygli hefur vakið er líklega röð tíu greina um póstmódernisma sem birtust fyrst í Lesbók Morgunblaðsins árið 1997 og eru endurprentaðar í Mannkostum . Í þessum greinum fer Kristján hörðum orðum um franska tískuheimspeki af sauðahúsi Foucault, Derrida og Baudrillard og lýsir henni sem hrærigraut af bulli og vitleysu . Þetta fór, eins og margir muna, illa í nokkra hérlenda menntamenn sem vildu í senn vera Philosophy, International Philosophical Quarterly, Journal of Moral Education, Journal of Philosophical Research, Journal of Philosophy of Education, Journal of Social Philosophy og Journal of Theoretical Politics . Lista yfir öll útgefin rit Kristjáns er að finna á vefsíðunni http://skrif .hi .is/kk9/. róttækir og fylgja Parísartísku . Mig grunar að sumir hafi ekki enn tekið Kristján í sátt eftir þetta og kannski á það einhvern þátt í því að frekar lítið hefur verið fjallað um skrif hans í íslenskum fjölmiðlum . Áratug seinna fór annar íslenskur menntamaður mun harðari orðum um póstmóderníska tískuspeki þegar Einar Már Jónsson ritaði Bréf til Maríu (Reykjavík: Ormstunga, 2007) . Það vakti engan veginn eins hörð við brögð og skrif Kristjáns og skýrist það kannski af því að á þeim tíu árum sem liðu á milli höfðu allmargir gert sér grein fyrir að þessi speki, sem Kristján leyfði sér að hafna meðan hún var hvað mest í tísku, var aðallega innantóm mælgi . Greinarnar tíu um póstmódernismann voru ögrandi . Þær voru skrifaðar sem ádrepur fremur en fræðilegar greinar . Sumt annað í skrifum Kristjáns á íslensku er ritað í stíl fræðimannsins og margt af því efni skarast við það sem hann hefur ritað á ensku . Eigi að velja einhverjar greinar úr og telja þær öðrum betri eða merkari finnst mér að þar á meðal ættu að minnsta kosti að vera: Nytjastefnan (1992: s . 71–98); Um geðshræringar (1997: s . 63–94); Að kenna dygð (1997: s . 219–234); Lífsleikni í skólum (2002: s . 50–80) og Stórmennska (2002: s . 81–116) . En kannski er vitleysa að velja svona úr . Til að kynnast hugsun Kristjáns er best að lesa bækur hans á íslensku frá upphafi til enda . Þær eru afar læsilegar og í þeim kynnist lesandinn rökföstum og skeleggum talsmanni nytjastefnu í siðfræði, mannskilnings sem byggist á siðfræði Aristótelesar og gilda sem oft eru kennd við upp lýsingastefnu, veraldarhyggju og vís- inda lega hugsun . Áhrif nokkurra sígildra heimspekirita eru augljós í skrifum Kristjáns og má þar helst nefna Siðfræði Níkomakkosar eftir Aristóteles (384–322 f . Kr .) og rit eftir John

x

Þjóðmál

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.