Þjóðmál - 01.09.2009, Blaðsíða 82

Þjóðmál - 01.09.2009, Blaðsíða 82
80 Þjóðmál HAUST 2009 bók Guðna Th . Var honum mjög brugðið eftir lesturinn og kynni sín af þeim hildar- leik, sem þar er lýst, en var honum í raun fjarlægur, þótt hann stæði næst vígvellinum, ef svo má að orði komast . Í aðdraganda hrunsins vissi aðeins þröngur hópur manna á vettvangi stjórnmála og stjórnsýslu um raunverulega stöðu fjármálakerfisins . Í hruninu hvarf hluti af Íslandi og íslensku þjóðlífi, sem hafði orðið til innan eigin þagnarmúra í skjóli bankaleyndar . Hér eins og hvarvetna er það eðli fjármálakerfis að starfa í skjóli leyndar og þagnarskyldu . Hófstillt, jarðbundin lýsing Guðna á því, sem gerðist í leyndarskjólinu, bregður skarpara ljósi á eðli atburðanna en ef hann hefði farið fram af dómhörku . Atburðarásin var nógu dramatísk í eðli sínu . Framtíðarsýn Þorkels Bók Þorkels Sigurlaugssonar Ný framtíðar­ sýn ber undirtitilinn: Nýir stjórnarhættir við endurreisn atvinnulífsins . Bókin er 208 bls ., innbundin, vönduð að allri gerð og með nafnaskrá . Þorkell beinir athygli lesandans að gildi góðra stjórnarhátta í fyrirækjum . Sé þeirra ekki gætt og farið fram í anda þeirra sé hættunni boðið heim . Eins og undirtitill bókar hans gefur til kynna, telur Þorkell, að innleiða þurfi nýja stjórnarhætti í íslenskt atvinnulíf, eigi endurreisn þess að heppnast og skila þeim árangri, sem að er stefnt . Fróðlegt er að lesa mat Þorkels á því, hvernig til hefur tekist við stjórn einstakra fyrirtækja hin síðari ár . Hann segir meðal annars á bls . 68: Baldri Guðnasyni, forstjóra Eimskips á árun- um 2004–2008, ásamt Magnúsi Þor steins syni, stjórnarformanni, tókst eins og fleirum sem voru í fjárfestinga- og útrásar ham á þessum árum að búa sjálfum sér til einhverja fjármuni, en aðrir hluthafar og lánardrottnar tapa tugum milljarða . Þessir menn skilja hluthafa Eimskipafélagsins og fjár málastofnanir eftir með tugmilljarða tjón og er félagið nánast gjald- þrota þegar þetta er skrifað . Fífldirfska for stjóra og stjórnar Eim skipafélagsins á þessum árum var með ólík indum og ábyrgðin liggur hjá stærstu eigend unum sem hafa leitt félagið áfram á undan förnum árum . Óskabarn þjóðarinnar varð að vandræðabarni Landsbankans og einn af leikendum í hrunadansi fjármálakerf- isins . Eimskipafélagið var í upphafi 20 . aldar eitt af mikilvægustu fyrirtækjum landsmanna í sjálf stæðisbaráttunni, en getur nú lítið lagt af mörkum við endurreisnina . Eimskip varð skyndilega eitt af skuldsettustu fyrirtækjum lands ins, örlagavaldur í að stefna fjárhagslegu sjálf stæði þjóðarinnar í voða og olnbogabarn lands manna á 95 ára afmæli félagsins 17 . janúar 2009 . Hér er fast að orði kveðið og af til finn- ingahita, enda átti Þorkell sinn þátt í því í forstjóratíð Harðar Sigurgestssonar hjá Eimskip að treysta stöðu félagsins sem leiðandi afls í efnahagslífi þjóðarinnar . Bækur um leiðtoga og stjórnunarfræði fá aukið gildi við að taka dæmi eins Þorkell gerir og sakna ég, að hann greini ekki ýmislegt, sem hér hefur verið að gerast í viðskiptalífinu nánar með þekkingu sína og viðhorf til stjórnunar að leiðarljósi . Vilji menn læra af sögunni er óhjákvæmilegt að draga saman atvikalýsingu á því, sem vel er gert eða illa, og nota hana til að benda á veikleika eða styrkleika . Upphaf 21 . aldarinnar í íslenskri atvinnusögu er fullt af slíkum dæmum . Af orðum Þorkels hér að ofan má ráða, að hann telji markmið þeirra Baldurs Guðnasonar og Magnúsar Þorsteinssonar hafi frekar verið að „búa sjálfum sér til einhverja fjármuni“ en reka fyrirtæki á þann veg, að það dafnaði og skilaði sem bestum tekjum fyrir hluthafa og starfsmenn . Ætla mætti að hlutafélagalög og samþykktir einstakra félaga ættu að veita tækifæri til þess aðhalds af hálfu eigenda, sem þarf til að koma í veg fyrir, að nýir hluthafar, þótt stórir séu, láti greipar sópa um sjóði félaga .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.