Þjóðmál - 01.09.2009, Blaðsíða 6
4 Þjóðmál HAUST 2009
kvæmt þeirri hugsun störfuðu í raun „út-
rás ar vík ingarnir“, hinir réttnefndu skulda -
kóngar . Þeir báru með óbeinum hætti fé á
fólk í stórum stíl, buðu stjórnend um lífeyr-
is sjóða í lystireisur, styrktu stjórn mála flokk-
ana og einstaka frambjóðendur, gáfu gjafir,
héldu dýrindis veislur . Margir nutu góðs af
þeim og þurftu jafnvel á þeim að halda . Og
skuldakóngarnir áttu fjöl miðl ana . Þar með
varð allur landslýður meðvirkur .
Eftir því sem meira kemur í ljós um starf -
semi skuldakónganna og bankanna verður
manni ósjálfrátt hugsað til svikahrappsins
Bernie Madoff . Ekkert fyrirtækja skulda-
kónganna virðist hafa verið sæmilega rek ið,
þau voru öll veðsett upp í rjáfur . Í vissum
skilningi má því segja að þau hafi verið rekin
eins og fjármálaþjón usta Bernie Madoff:
Allt var í himnalagi meðan peningarnir
streymdu inn . Heim ur „útrás ar vík ing anna“
var blekkingarheim ur, sýnd ar veru leiki, rétt
eins og hjá Madoff .
Ef við hefðum staðið fast í fæturna
og beitt heilbrigðri skynsemi hefði mátt
forðast þann sýndarveruleika . Og þá væri
landið ekki komið á hausinn . En það er
oft erfitt að gera það sem rétt er, það getur
kostað átök . Og manndómsfólki fækkar ört
á vel megunartímum . Því miður höfðum
við ekki leiðtoga, hvorki í stjórnmálum né
við skipt um, sem höfðu bein í nefinu til að
vísa okkur á réttar brautir og standa fast á
því sem reynslan kennir okkur um rétt og
rangt .
Það er ævarandi barátta að stuðla að
góðu siðferði í viðskiptum sem og öðrum
samskiptum fólks, rétt eins og það er
ævarandi barátta að standa vörð um frelsi til
viðskipta og athafna .
Furðulegt er að lesa margt á hinu svo-kall aða bloggi . Þar er klifað á því að hér
á landi hafi verið stofnað eitthvert sér stakt
samfélag eftir forskrift frjálshyggju manna .
Á sömu nót um er málflutningur forystu-
manna Sam fylk ingarinnar og Vinstri
grænna – að hægri stefna í stjórnmálum,
„nýfrjálshyggjan“, hafi komið landinu á
kaldan klaka . Vegna rótgró innar vinstri
slag síðu á fjölmiðlun um fær þessi vitleysa að
vaða uppi í fjölmiðla umræðunni . Það þarf
ekki annað en að líta á vöxt ríkisútgjalda á
und an förnum árum til að sjá hversu fráleit
þessi staðhæfing er . Hvernig getur samfélag
þar sem ríkið er með um helming allra
útgjalda í efna hagskerfinu verið draumaríki
frjáls hyggjumanna?
Og hvernig getur það verið draumur
frjáls hyggjumanna, sem vilja að einstakl-
ing urinn sé ábyrgur fyrir sínum gerðum,
að ríkið (skattgreiðendur) ábyrgist brask
einkabanka? Voru það ekki Vinstri grænir
sem vildu á sínum tíma að ábyrgð ríkisins
á bankainnistæðum yrði ennþá meiri en
haldið er fram að hún sé núna?!
En hvað með græðgina? Vilja ekki hægri
menn að fólk græði á daginn og grilli á
kvöldin? Nei, það hefur aldrei verið sérstakt
stefnumál hægrimanna að ýta undir græðgi .
Í stefnu hægri manna felst að stuðla að
sem mestum hagnaði í rekstri fyrirtækja
með því að skapa atvinnulífinu umhverfi
þar sem starfsemi fyrirtækja vex og dafnar .
(Það hefur síðan í för með sér hærri
launagreiðslur, minna atvinnuleysi og hærri
skatttekjur ríkisins .)
Hægri menn bera ekki meiri ábyrgð
á fjármálakreppunni en aðrir . Og hægri
stefna í stjórnmálum hefur ekki beðið skip-
brot . Hvergi nema uppi á þessu skeri okkar
er slíku haldið fram . Eðlilega er sitjandi
stjórnvöldum í öllum löndum kennt um
að hluta – og þau eru ýmist til hægri og
vinstri – en alls staðar gera menn sér grein
fyrir því að það er fjármálageirinn sem ber
ábyrgðina . „Nýfrjálshyggja“ er ekki álitin
sökudólgur nema í þessu örríki okkar hér
norður í ballarhafi .