Þjóðmál - 01.09.2009, Blaðsíða 48

Þjóðmál - 01.09.2009, Blaðsíða 48
46 Þjóðmál HAUST 2009 Bók breska sagnfræðingsins Nialls Fergu-son, prófessors við Harvard-háskóla, The Ascent of Money – A Financial History of the World (Peningarnir sigra heiminn – Fjár- málasaga veraldarinnar), er mest selda harð- spjaldabók sem Penguin-útgáfan á Bretlandi hefur gefið út . Bókin fékk strax geysi góðar við tökur austan hafs og vestan og hefur síð an verið þýdd á fjölda tungu mála . Íslensk þýð- ing Elínar Guðmundsdóttur er væntan leg núna fyrir jólin frá Bókafélaginu Uglu . Niall Ferguson þarf vart að kynna . Fyrri bækur hans hafa verið gerðar að vinsælum sjón varpsþáttum, svo sem Empire (um breska heimsveldið), The War of the World (um hinar blóðugu styrjaldir á 20 . öld) og nú síðast The Ascent of Money (Peningarnir sigra heiminn) . Peningarnir sigra heiminn þykir afburða góð lýsing á mætti peninganna í sögu manns ins frá upphafi vega . Í bókinni er m .a . lýst því hvernig fjármál koma við sögu í helstu atburðum mannkynssögunnar . Ferguson skýrir t .d . hvernig franska bylt- ingin á upptök sín í hlutabréfabólu, hvernig fjármálamistök breyttu Argentínu úr sjötta ríkasta landi heims í verðbólguviðundur og hvernig fjármálabylting hefur umbreytt fjölmennasta ríki heims á fáum árum úr þriðja heims ríki í stórveldi . Peningarnir sigra heiminn Ný bók hins heimsþekkta sagnfræðings, Nialls Ferguson, er ein af jólabókunum í ár Ekki síst þykir bókin geyma glögga lýsingu á fjármálakreppunni sem skall á fyrir ári síðan . Bókin kom út innbundin sumarið 2008 en Ferguson sá fyrir hvað var í vændum . Þekking hans á sögu legri framvindu gerði honum það kleift . Hann skrifaði síðan nýjan inngang að bókinni þegar hún kom út í kilju núna í sumar þar sem hann tók mið af því sem síðan hafði gerst . Íslenska þýðingin er gerð eftir þeirri útgáfu .
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96
Blaðsíða 97
Blaðsíða 98
Blaðsíða 99
Blaðsíða 100

x

Þjóðmál

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Þjóðmál
https://timarit.is/publication/1175

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.